Published: 2019-03-06 18:29:09 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur febrúar 2019

Í febrúar var farþegafjöldi Icelandair 208 þúsund og jókst um 9% miðað við febrúar á síðasta ári.  Framboð var aukið um 8%. Sætanýting var 75,6% samanborið við 74,3% í febrúar í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru um 20 þúsund og fækkaði um 10% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 66,0% og jókst um 3,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 16% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári. Fraktflutningar jukust um 6%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 20%. Herbergjanýting var 79,0% samanborið við 84,9% í febrúar 2018. Skýrist það aðallega af lakari herbergjanýtingu á landsbyggðinni.

ICELANDAIR FEB 19 FEB 18 BR. (%) ÁTÞ 19 ÁTÞ 18 BR. (%)
Fjöldi farþega 208.252 190.720 9% 434.989 400.118 9%
Sætanýting 75,6% 74,3% 1,3 %-stig 73,6% 73,2% 0,4 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 832,4 767,5 8% 1.827,3 1.674,4 9%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000) 629,2 570,0 10% 1.344,8 1.226,0 10%
Meðal flugleið (KM) 3.047 3.014 1% 3.081 3.048 1%
             
AIR ICELAND CONNECT FEB 19 FEB 18 BR. (%) ÁTÞ 19 ÁTÞ 18 BR. (%)
Fjöldi farþega 19.560 21.850 -10% 39.129 44.149 -11%
Sætanýting 66,0% 62,6% 3,4 %-stig 61,3% 60,0% 1,2 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 9,2 12,5 -27% 19,6 26,5 -26%
             
LEIGUFLUG FEB 19 FEB 18 BR. (%) ÁTÞ 19 ÁTÞ 18 BR. (%)
Flugvélanýting 90,9% 100,0% -9,1 %-stig 91,3% 100,0% -8,7 %-stig
Seldir blokktímar 2.274 2.694 -16% 4.925 5.709 -14%
             
FRAKTFLUTNINGAR FEB 19 FEB 18 BR. (%) ÁTÞ 19 ÁTÞ 18 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 9.880 9.337 6% 20.343 19.835 3%
             
HÓTEL FEB 19 FEB 18 BR. (%) ÁTÞ 19 ÁTÞ 18 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 28.899 24.136 20% 62.317 50.893 22%
Seldar gistinætur 22.836 20.503 11% 44.509 39.211 14%
Herbergjanýting 79,0% 84,9% -5,9 %-stig 71,4% 77,0% -5,6 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group s: 5050-100
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 5050-100