English
Published: 2019-02-27 17:14:17 CET
Vátryggingafélag Íslands hf.
Annual Financial Report

Ársreikningur 2018

Ársreikningur ársins 2018

Samstæðuársreikningur félagins fyrir árið 2018 var staðfestur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann
27. febrúar 2019. Verður ársreikningurinn lagður fyrir aðalfund VÍS þann 20. mars til staðfestingar.

Helstu niðurstöður ársins 2018

• Hagnaður eftir skatta nam 2.061 m.kr samanborið við 1.326 m.kr árið 2017
• Samsett hlutfall var 98,7% samanborið við 95,3% árið 2017
• Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 2.827 m.kr en voru 1.350 m.kr. árið áður
• Hagnaður á hlut er 1,03 kr. en var 0,6 kr. í fyrra

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs

• Hagnaður tímabilsins var 599 m.kr samanborið við 496 m.kr á sama tímabili í fyrra
• Samsett hlutfall var 103,7% en var 96,1% á sama tímabili 2017
• Tekjur af fjárfestingastarfsemi voru 985 m.kr en þær voru 456 m.kr á sama tímabili í fyrra

Helgi Bjarnason forstjóri:

,,Starfsfólk VÍS getur verið stolt af afkomu ársins 2018 enda er árið eitt besta rekstrarár í sögu félagsins
þegar litið er til arðsemi og hagnaðar. Þrátt fyrir að árið hafi litast af stórum tjónum í innlendri og
erlendri starfsemi félagsins var samsett hlutfall 98,7%. Þetta er annað árið í röð sem samsett hlutfall
félagsins er undir 99% sem er í takti við þau markmið sem við höfum sett okkur.

Við höfum unnið að því að samræma þjónustuna heilt yfir landið, kynnt nýjungar eins og rafrænar
tjónstilkynningar og gerðum viðskiptavinum kleift að koma í viðskipti á netinu. Starfsmenn hafa unnið
hörðum höndum að því að einfalda þjónustu við viðskiptavini og fækka flækjum. Við munum halda því
áfram á árinu 2019 og koma með fleiri nýjungar til að auðvelda viðskiptavinum að sækja þjónustu
okkar.

Fjárfestingastarfsemin gekk vel í erfiðu árferði. Breytingar sem farið var í á eignasafni félagsins á árinu
skiluðu mjög góðum árangri. Þrátt fyrir sveiflur á markaði og slakt ár á hlutabréfamörkuðum var
ávöxtun fjáreigna 8,3% sem var umfram spá okkar fyrir árið.

Hluthafar félagsins tóku jafnframt þátt í að gera það enn betur í stakk búið til að takast á við áskoranir
næstu ára. Þeir samþykktu meðal annars á árinu nýja fjármagnsskipan sem hefur það að markmiði að
draga úr áhættu fjárfestingasafns sem setur um leið meiri áherslu á vátryggingareksturinn.
Ég trúi því að þrátt fyrir að nú sem endranær séu fjölmargar áskoranir í umhverfinu, sé VÍS vel undir
það búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“

Nánari upplýsingar veitir Guðný Helga Herbertsdóttir í síma 660 5191 og í netfangið
fjarfestatengsl@vis.is.

Attachments


Frettatilkynning_Q4-2018.pdf
Samstuarsreikningur VIS 2018.pdf