Icelandic
Birt: 2019-02-27 16:51:43 CET
Festi hf.
Reikningsskil

Festi hf.: Ársuppgjör 2018

Helstu niðurstöður:

  • Rekstur félaga í samstæðu dótturfélagsins Hlekks var tekinn inn í samstæðu Festi frá og með 1. september og skýrir að mestu hækkanir á tekjum og gjöldum á 4F 2018 í samanburði við 4F 2017
  • Framlegð félaga í samstæðu Hlekks var 3.249 m.kr., EBITDA 1.148 m.kr. og hagnaður 357 m.kr. frá 1. september 2018 til ársloka
  • EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk nam 4.958 m.kr. árið 2018 samanborið við 3.605 m.kr. árið 2017
  • Framlegð félaga í samstæðu Hlekks var 2.492 m.kr., EBITDA 898 m.kr. og hagnaður 253 m.kr. á 4F 2018
  • EBITDA Festi að undanskildum kostnaði við kaup á Hlekk nam 1.630 m.kr. á 4F 2018 samanborið við 844 m.kr. á 4F 2017
  • Framlegð af vörusölu jókst um 100,2% á 4F 2018 sem skýrist af nýjum félögum í samstæðu frá 1. september
  • Eigið fé var 25.970 m.kr. og eiginfjárhlutfall 33,4% í lok 4F 2018

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi:
"Við erum afar sátt við þessa niðurstöðu sem sýnir svart á hvítu sterka stöðu Festi og fyrirtækja þess á íslenskum markaði. Við höfum farið í gegnum mikla samþættingu á stoðsviðum N1, Krónunnar, Elko og vöruhótelsins Bakkans, sem miðar vel og er raunar á undan áætlun. Stoðir félagsins eru styrkar, sameiningin hefur leitt til öflugri innviða og aukinnar hagkvæmni og Festi ætlar að halda forystuhlutverki sínu hér á landi til framtíðar og vera áfram fyrsti valkostur neytenda,"

Nánari upplýsingar er að finna í afkomutilkynningu í viðhengi.


Festi hf. - Consolidated Financial Statements 2018.pdf
Festi hf - Afkomutilkynning Q4 2018.pdf
Festi hf - Arsreikningur 2018.pdf
Festi hf - Company announcement Q4 2018.pdf