Icelandic
Birt: 2019-01-24 18:48:43 CET
Byggðastofnun
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Skuldabréfaútboð – BYG 19 1

Mánudaginn 24. janúar 2019 hélt Byggðastofnun útboð á nýjum skuldabréfaflokki BYG 19 1. Útboðið var með hollensku sniði. Uppgjör viðskipta verður fimmtudaginn 31. janúar 2019.

Alls bárust tilboð að nafnverði kr. 5.490.000.000. Boðin var ávöxtunarkrafa á bilinu 1,85% til 2,45%, og var fjárhæðarvegið meðaltal boðinnar ávöxtunarkröfu 1,988%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði kr. 2.450.000.000 á ávöxtunarkröfunni 1,97%.

Skuldabréfin bera jafnar greiðslur sem greiðast hálfsárslega. Lokagjalddagi þeirra er 15. september 2033. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í byrjun febrúar 2019.

Íslandsbanki hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.  

Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs
Sími: 455 5400
t-póstur: magnus@byggdastofnun.is