English Icelandic
Birt: 2018-12-21 16:13:41 CET
Íslandsbanki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Islandsbanki hf.: Útgáfuáætlun Íslandsbanka árið 2019

Sértryggð skuldabréf

  • Áætluð útgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka er um 25-30 ma.kr. á árinu 2019.
  • Á árinu eru ISLA CB 19 og CBI 19 á gjalddaga samtals að nafnvirði 18,4 ma.kr. og mun bankinn áfram skoða endurfjármögnun á þeim flokkum gegn sölu í nýjum flokkum.
  • Heildarútgáfa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka í árslok 2018 er um 130 ma. kr.
  • Stefnt er að því að útboð sértryggðra skuldabréfa verði mánaðarleg árið 2019 og verða útboð tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland.
  • Arion banki, Kvika og Landsbankinn eru viðskiptavakar sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka.
  • Viðskiptavakar munu daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin. Lágmarksfjárhæð tilboða í markflokka skuldabréfa skal vera 80 m.kr. en lágmarksfjárhæð tilboða í aðra flokka skal vera 20 m.kr.  Fyrir markflokka gildir að ef útistandandi nafnvirði er minna en 10 ma. kr. skal fjárhæð tilboða vera 60 m.kr. en 80 m.kr. þegar stærð flokks hefur náð 10 ma. kr. að nafnvirði.
  • Skuldabréfaflokkarnir ISLA CB 23, ISLA CBI 26 og ISLA CBI 30 eru markflokkar.
  • Til greina kemur að auka við hámarksstærð útistandandi flokka sem og að bæta við nýjum flokkum á árinu.

Víxlar

  • Íslandsbanki verður að jafnaði með mánaðarleg útboð á víxlum árið 2019.
  • Heildarútgáfa víxla er óákveðin og ræðst af markaðsaðstæðum.
  • Víxlaútboð verða tilkynnt í fréttaveitu Nasdaq Iceland.

Erlend skuldabréf og önnur fjármögnun

  • Íslandsbanki stefnir að reglulegri útgáfu skuldabréfa í erlendri mynt undir GMTN skuldaramma bankans ásamt því að skoða endurkaup á útistandandi útgáfum með skuldastýringu í huga.
  • Fyrirkomulag erlendrar fjármögnunar fer eftir markaðsaðstæðum og viðtökum fjárfesta almennt og getur verið í formi almennra og víkjandi skuldabréfa.
  • Íslandsbanki stefnir að aukinni fjölbreytni í fjármögnun bankans og mun skoða aðra fjármögnunarkosti og fjölga fjármögnunarleiðum sé það talið hagfellt fyrir bankann.

Útboðsdagatal sértryggðra skuldabréfa

  • Meðfylgjandi  tafla sýnir áætlaðar útboðsdagsetningar sértryggðra skuldabréfa á árinu 2019.

Sértryggð skuldabréf - Útgáfuvika

Vika 5
Vika 9
Vika 14
Vika 20
Vika 24
Vika 29
Vika 33
Vika 37
Vika 41
Vika 46
Vika 50
  • Íslandsbanki áskilur sér allan rétt til að breyta ofangreindri áætlun þ.m.t. fella niður, fjölga eða breyta útboðsdögum, breyta áætlaðri útgáfufjárhæð og gera aðrar breytingar eins og þörf er á, án fyrirvara. 
  • Frekari upplýsingar um fjármögnun Íslandsbanka má finna á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarmognun/
  • Nánari upplýsingar veita: Fjárfestatengsl - Gunnar S. Magnússon, ir@islandsbanki.is og í síma 440 4665.


Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér:https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/hafdu-samband/postlisti/

Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er leiðandi fjármálafyrirtæki á Íslandi með heildareignir sem nema 1.163 ma. kr. (8,5 milljarðar evra) og með 25-50% markaðshlutdeild á innanlandsmarkaði. Saga Íslandsbanka spannar 140 ár af þjónustu við lykilatvinnuvegi þjóðarinnar en á þessum tíma hefur bankinn byggt upp sérþekkingu á sviði ferðaþjónustu, sjávarútvegs og orku. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera #1 í þjónustu og vinna þrjú viðskiptasvið þétt saman til að tryggja góð sambönd við viðskiptavini bankans. Til að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavina, þá hefur Íslandsbanki þróað margvíslegar nýjar stafrænar lausnir s.s. öpp fyrir bankaþjónustu og Kass. Á sama tíma rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið með 14 útibú staðsett á lykilstöðum um land allt. Fimmta árið í röð á Íslandsbanki ánægðustu viðskiptavinina á bankamarkaði samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar og þá var bankinn einnig útnefndur besti bankinn á Íslandi árið 2018 af Euromoney og einnig besti bankinn árið 2017 af The Banker. Íslandsbanki hefur BBB+/A-2 lánshæfismat frá S&P Global Ratings og BBB/F3 frá Fitch Ratings og er eini íslenski bankinn með lánshæfismat frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum.www.islandsbanki.is

Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari  fréttatilkynningu  þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út.  Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.