English Icelandic
Birt: 2018-12-12 13:03:10 CET
ÍL-sjóður
Innherjaupplýsingar

Íbúðalánsjóður stofnar leigufélag

Stjórn Íbúðalánsjóðs tók á fundi sínum í dag ákvörðun um stofnun leigufélags utan um fasteignir sjóðsins. Leigufélagið muni yfirtaka eignarhald og rekstur á fasteignum Íbúðalánasjóðs um land allt. Meirihluti eignanna er nú þegar í útleigu.

Hið nýstofnaða félag heitir Leigufélagið Bríet ehf. og verður í eigu Íbúðalánsjóðs. Rekstur þess er sjálfstæður. Félagið yfirtekur núgildandi leigusamninga í óbreyttri mynd og ættu leigjendur viðkomandi eigna ekki að verða fyrir neinni röskun.

Tilgangur Leigufélagsins Bríetar ehf.  er langtímaleiga íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni og mun leita samstarfs við sveitarfélög í þeim tilgangi. Formleg yfirtaka félagsins á fasteignum íbúðalánasjóðs og rekstur mun hefjast um leið og vinnu að lokaundirbúningi er lokið.

Nánari upplýsingar veitir Soffía Guðmundsdóttir, sem mun stýra hinu nýja félagi.