Icelandic
Birt: 2018-11-18 21:07:59 CET
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Innherjaupplýsingar

Sjóvá - Afkomuviðvörun

Við uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018 kynnti Sjóvá horfur um samsett hlutfall eftir ársfjórðungum þar sem fram kom að á fjórða ársfjórðungi væri gert ráð fyrir 95% samsettu hlutfalli og 97% samsettu hlutfalli fyrir árið. Jafnframt kom fram að tilkynnt yrði um frávik frá horfum umfram 5 prósentustig í samsettu hlutfalli innan fjórðunga.

Í kjölfar bruna hjá viðskiptavinum Sjóvár í atvinnuhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði föstudaginn 16. nóvember sl. má búast við að samsett hlutfall fjórða ársfjórðungs verði hærra en ráð var fyrir gert og eru horfur fjórðungsins því uppfærðar í 100%. Vegna endurtryggingasamninga takmarkast eigin áhætta Sjóvár í brunatjónum við 200 m.kr. 

Í ljósi ofangreinds eru horfur fyrir samsett hlutfall ársins 2018 nú um 98%.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is.