Icelandic
Birt: 2018-10-31 18:55:45 CET
Origo hf.
Reikningsskil

Afkoma Origo hf. á þriðja ársfjórðungi umfram væntingar

EBITDA 369 mkr á þriðja ársfjórðungi 2018 og heildarhagnaður 146 mkr

REYKJAVÍK - 31. október 2018 - Origo kynnti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði 2018 

Helstu upplýsingar: 

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.744 mkr á þriðja ársfjórðungi (6,5% tekjuaukning frá F3 2017) og 11.256 mkr á fyrstu níu mánuðum 2018 (1,2% tekjuaukning frá 9M 2017) [F3 2017: 3.515 mkr, 9M 2017: 11.112 mkr]
  • Framlegð nam 1.071 mkr (28,6%) á þriðja ársfjórðungi og 2.988 mkr (26,5%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 859 mkr (24,4%), 9M 2017: 2.739 mkr (24,6%)]
  • EBITDA nam 369 mkr (9,8%) á þriðja ársfjórðungi og 705 mkr (6,3%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 229 mkr (6,5%), 9M 2017: 682 mkr (6,1%)
  • EBIT nam 203 mkr (5,4%) á þriðja ársfjórðungi og 201 mkr (1,8%) á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 86 mkr (2,4%), 9M 2017: 260 mkr (2,3%)]
  • Heildarhagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 146 mkr, en 135 mkr á fyrstu níu mánuðum 2018 [F3 2017: 135 mkr, 9M 2017: 266 mkr]
  • Heildarhagnaður án IFRS á þriðja ársfjórðungi nam 160 mkr, en 172 mkr heildarhagnaður án IFRS  á fyrstu níu mánuðum ársins
  • Eiginfjárhlutfall var 40,4% í lok fyrstu níu mánaða ársins, en var 41,6% í árslok 2017
  • Samkomulag gert um einkaviðræður um kaup Diversis Capital á 55% hlut í Tempo ehf.

Finnur Oddsson, forstjóri: 

„Niðurstaða á þriðja ársfjórðungi er yfir væntingum og staðfestir þann stíganda sem hefur verið í rekstri samstæðunnar eftir því sem liðið hefur á árið. Tekjur halda áfram að aukast og afkoma batnar frá öðrum ársfjórðungi. Niðurstaðan er einn besti rekstrarfjórðungur í sögu Origo samstæðunnar þegar horft er til hagnaðar fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. 

Þessa jákvæðu þróun má að hluta rekja til áherslubreytinga í rekstri félagsins að undanförnu. Breytt skipulag og endurmörkun vörumerkis eru smám saman að skila sér í auknu hagræði, meiri skilvirkni og sterkari markaðsstöðu. Tekjur vaxa hjá öllum einingum á fjórðungnum og samsetning tekna er að þróast í rétta átt, þ.e. hærra hlutfall er vegna reglulegra tekna af hugbúnaðarsölu og þjónustu en verið hefur.  Nýju nafni og vörumerki samstæðu hefur svo verið afar vel tekið, en “efst í huga” mælingar sýna að Origo er þegar orðið leiðandi vörumerki á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, eitthvað sem við finnum fyrir á hverjum degi í starfsemi okkar, hvort sem horft er til sölu á notendabúnaði eða viðskiptalausnum. Rekstur dótturfélaga gengur vel, einkum hjá Tempo, sem skilaði miklum tekjuvexti og góðri afkomu á fjórðungnum. 

Í byrjun október var gert samkomulag um áreiðanleikakönnun og einkaviðræður um sölu á 55% hlut í Tempo til Diversis Capital, fjárfestingafélags frá Los Angeles. Við höfum miklar væntingar til samstarfsins við Diversis, sem búa að víðtækri reynslu í uppbyggingu ört vaxandi tæknifyrirtækja. Þó svo viðræðum og áreiðanleikakönnun miði vel, og í raun mjög hratt, mun endanlegur frágangur kaupsamnings hliðrast inn í nóvembermánuð. Fyrirhuguð kaup miða við að heildarvirði Tempo sé 62,5 mUSD og að Diversis greiði Origo um 34,4 mUSD fyrir hlutinn.
  
Heilt yfir erum við mjög ánægð með hvert stefnir og væntum þess að tekjur vaxi áfram hóflega með viðunandi afkomu á næstu misserum. Enn hefur ekki náðst fram full samlegð í kjölfar sameiningar í upphafi árs, þar liggja heilmikil tækifæri til að þjóna viðskiptavinum betur og efla um leið rekstur félagsins.  Félagið hefur sjaldan verið jafn vel í stakk búið til að ná til viðskiptavina og styðja þá í þeirri mikilvægu vegferð að nýta upplýsingatækni til að bæta árangur. Þar horfi ég sérstaklega til skilvirkara skipulags okkar og breiðara lausnaframboðs. 

Þó að við séum almennt nokkuð bjartsýn á það sem er framundan hjá Origo, þá eru blikur eru á lofti í íslensku atvinnu- og efnahagslífi. Fjölmargir kjarasamningar eru lausir á komandi mánuðum og mikilvægt að samið verði með þeim hætti að það ýti ekki undir verðbólgu og óstöðugleika í hagkerfinu.  Þannig myndi samkeppnishæfi fyrirtækja eins og Origo aðeins hraka og nauðsynlegt yrði að fara í erfiðari hagræðingarvinnu en annars þyrfti."

Sjá viðhengi

Viðhengi


Frettatilkynning Arshlutauppgjor Origo hf. F3 2018.pdf
Origo hf. arshlutareikningur 30.9.2018.pdf