Icelandic
Birt: 2018-10-23 10:55:24 CEST
TM hf.
Boðun hluthafafundar

Tilkynning um framboð í tilnefningarnefnd TM á hluthafafundi 25 október 2018.

Á hluthafafundi í Tryggingamiðstöðinni hf. 25. október næstkomandi liggur fyrir tillaga um að setja á stofn tilnefningarnefnd í félaginu í samræmi við það sem fram kom í áður auglýstu fundarboði.  Í sérstöku bráðabirgðaákvæði í tillögu um breytingar á samþykktum félagsins, sem lögð verður fyrir fundinn til samþykktar, er ráð fyrir því gert að á hluthafafundinum verði tveir menn kosnir í tilnefningarnefndina til að tilnefna stjórnarmenn í stjórn félagsins við stjórnarkjör á aðalfundi 2019, auk þess sem stjórn félagsins skal þegar að loknum hluthafafundinum skipa þriðja manninn í nefndina.

Frestur til að skila framboðum í þau tvö sæti í tilnefningarnefndinni, sem kjósa skal um á hluthafafundinum, rann út 20. október síðastliðinn.  Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í nefndinni (í stafrófsröð):

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins,
Jakobína H. Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Capacent ehf.,
Vilhjálmur Bergs, lögmaður og fjármögnunarráðgjafi, og
Þórður S. Óskarsson, framkvæmdastjóri Intellecta ehf.

Samkvæmt gr.1.4 í drögum að starfsreglum fyrir tilnefningarnefnd TM, sem lögð verða fyrir fyrrgreindan hluthafafund til samþykktar, skal stjórn félagsins eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lauk meta hvort hver og einn frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira.  Er það mat stjórnar að allir frambjóðendur teljast óháðir Tryggingamiðstöðinni hf. og daglegum stjórnendum þess.

Enginn hluthafi ræður yfir 10% af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og félagasamþykkta.  Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í meðfylgjandi viðhengi.

Reykjavík, 23. október 2018.

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Viðhengi


Hluthafafundur 181025 - frambjoendur til setu i tilnefningarnefnd.pdf