English Icelandic
Birt: 2018-10-08 18:41:38 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur september 2018

Fjöldi farþega Icelandair í september nam 427 þúsund og fjölgaði þeim um 1% miðað við september á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 3%. Sætanýting var 81,0% samanborið við við 81,1% í september á síðasta ári. Í september er sama þróun og undanfarna mánuði. Sala á áfangastaði í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan að sala til Evrópu hefur verið mjög góð.  Til samanburðar þá var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 84,9% og jókst um 5,4 prósentustig á milli ára á meðan að sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 78,7% og lækkaði um 3,4 prósentustig á milli ára. 

Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 29 þúsund og fækkaði um 15% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 70,5% og jókst um 0,2 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 18% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 9% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 93,7% samanborið við 90,9% í september 2017.  Herbergjanýtingin hækkaði á milli ára á öllum hótelum félagsins.

ICELANDAIR SEP 18 SEP 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 427.100 421.359 1% 3.245.210 3.247.809 0%
Sætanýting 81,0% 81,1% -0,1 %-stig 81,2% 83,5% -2,2 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.703,0 1.651,3 3% 12.665,8 12.107,4 5%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000) 1.380,2 1.339,3 3% 10.289,2 10.105,6 2%
Meðal flugleið (KM) 3.275 3.138 4% 3.200 3.071 4%
             
AIR ICELAND CONNECT SEP 18 SEP 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 28.675 33.842 -15% 249.597 269.875 -8%
Sætanýting 70,5% 70,3% 0,2 %-stig 65,5% 67,8% -2,3 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 15,5 20,7 -25% 147,6 165,4 -11%
             
LEIGUFLUG SEP 18 SEP 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Flugvélanýting 90,9% 100,0% -9,1 %-stig 92,9% 97,4% -4,5 %-stig
Seldir blokktímar 2.718 2.309 18% 26.012 19.903 31%
             
FRAKTFLUTNINGAR SEP 18 SEP 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 11.231 10.286 9% 92.446 86.310 7%
             
HÓTEL SEP 18 SEP 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 33.592 27.960 20% 308.720 288.826 7%
Seldar gistinætur 31.482 25.403 24% 250.984 238.074 5%
Herbergjanýting 93,7% 90,9% 2,9 %-stig 81,3% 82,4% -1,1 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010