English Icelandic
Birt: 2018-09-05 19:38:14 CEST
Arion banki hf.
Niðurstöður hluthafafundar

Niðurstaða hluthafafundar Arion banka 5. september 2018

Eftirfarandi er niðurstaða hluthafafundar Arion banka sem fram fór í höfuðstöðvum bankans, Borgartúni 19, klukkan 16:00 þann 5. september:

Arðgreiðsla til hluthafa bankans
Tillaga stjórnar bankans um að greiða arð til hlutahafa bankans sem nemur kr. 10.000.000.000,00 var samþykkt. Arðgreiðslan mun jafngilda 5 krónum á hvern hlut.

Arðleysisdagur (e. ex-date), þ.e. sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf bankans án réttar til arðs, er 6. september 2018 og arðsréttindadagur (e. record date) er 7. september 2018. Hluthafar tilgreindir í hlutaskrá bankans í lok arðsréttindadags eiga tilkall til arðs. Útborgunardagur (e. payment date) verður 28. september 2018.

Breyting á stjórn bankans
Benedikt Gíslason var kjörinn í stjórn bankans.

Í aðalstjórn Arion banka sitja því nú:

  • Brynjólfur Bjarnason,
  • Eva Cederbalk
  • Herdís Dröfn Fjeldsted
  • Måns Höglund
  • Steinunn Kristín Þórðardóttir
  • Benedikt Gíslason

Kjör tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd
Christopher Felix Johannes Guth og Keith Magliana voru kjörnir í tilnefningarnefnd.

Þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd
Samþykkt var að nefndarmenn í tilnefningarnefnd, þ.á m. formaður nefndarinnar, fái kr. 150.000 fyrir hvern setinn fund, þó að hámarki kr. 150.000 á mánuði ef um fleiri en einn fund er að ræða á mánuði og að hámarki kr. 900.000 á hverju almanaksári.

Breytingar á samþykktum
Samþykkt var að fella út í heild sinni ákvæði til bráðabirgða í samþykktum Arion banka hf. sem felur í sér undanþágu frá ákvæðum samþykkta um boðunarfrest til hluthafafunda. Samkvæmt ákvæðinu skyldi það falla niður þegar hlutabréf Arion banka hf. yrðu tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland.

Jafnframt var samþykkt að fella niður í heild sinni viðauka nr. 1 við samþykktir Arion banka hf. Viðauki þessi fjallaði um heimild til kaupa á eigin bréfum sem veitt var á hluthafafundi 12. febrúar 2018. Heimild þessi var nýtt í febrúar 2018.

Nánari upplýsingar veita Sture Stolen, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, ir@arionbanki.is eða Theódór Friðbertsson, fjárfestatengslum Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.