Published: 2018-08-31 19:31:33 CEST
Festi hf.
Innherjaupplýsingar

N1 hf: Samkeppniseftirlitið hefur skipað óháðan kunnáttumann

Samkeppniseftirlitið samþykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi, þann 30. júlí síðastliðinn, með skilyrðum sem fram komu í sátt sem undirrituð var á milli N1 og Samkeppniseftirlitsins. Af sáttinni leiddi að skipa þyrfti óháðan kunnáttumann sem ætlað er að fylgja eftir og hafa eftirlit með þeim aðgerðum og fyrirmælum sem kveðið er á um í sáttinni.

Þann 9. ágúst 2018 tilnefndi forstjóri N1 þrjá einstaklinga sem félagið taldi hæfa til að gegna hlutverki hins óháða kunnáttumanns. Að undangegnu hæfismati féllst Samkeppniseftirlitið á að Lúðvík Bergvinsson yrði falið hlutverk óháða kunnáttumannsins.