Icelandic
Birt: 2018-08-22 19:09:17 CEST
Origo hf.
Reikningsskil

Uppgjör Origo hf. á fyrri árshelmingi 2018

EBITDA 235 mkr á öðrum ársfjórðungi 2018 og hækkar um 11% á milli ára 

Origo kynnti í dag uppgjör annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2018 

Helstu upplýsingar: 

  • Sala á vöru og þjónustu nam 3.731 mkr á öðrum ársfjórðungi (3,4% tekjuaukning frá F2 2017) og 7.512 mkr á fyrri árshelmingi (1,2% tekjusamdráttur frá 1H 2017) [F2 2017: 3.608 mkr, 1H 2017: 7.605 mkr] 

  • Framlegð nam 1.010 mkr (27,1%) á öðrum ársfjórðungi og 1.917 mkr (25,5%) á fyrri árshelmingi 2018 [F2 2017: 904 mkr (25,0%), 1H 2017: 1.880 mkr (24,7%)] 

  • EBITDA nam 235 mkr (6,3%) á öðrum ársfjórðungi og 336 mkr (4,5%) á fyrri árshelmingi [F2 2017: 211 mkr (5,9%), 1H 2017: 453 mkr (6,0%) 

  • Heildarhagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 15 mkr, en 11 mkr heildatap var á fyrri árshelming [F2 2017: 166 mkr, 1H 2017: 237 mkr] 

  • Heildarhagnaður án IFRS á öðrum ársfjórðungi nam 27 mkr, en 12 mkr heildarhagnaður án IFRS  á fyrri árshelmingi 

  • Eiginfjárhlutfall var 39,8% í lok fyrri árshelmings, en var 41,6% í árslok 2017 

  • Starfsmenn innleystu kauprétti að kaupvirði 112 mkr á fyrsta ársfjórðungi sem var til greiðslu í apríl 

  • Samkomulag var gert um einkaviðræður um kaup HPE Growth Capital á þriðjungshlut í Tempo ehf. 

Finnur Oddsson, forstjóri: 

„Afkoma Origo og dótturfélaga var mun betri á öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta og heldur betri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur vaxa aftur hjá okkur eftir tekjusamdrátt á fyrsta fjórðungi og framlegð hefur batnað.  Rekstur samstæðu og allra helstu eininga hefur styrkst eftir því sem liðið hefur á árið, í samræmi við áætlanir og hagræðingarvinnu.  

Við sjáum jákvæða þróun í rekstri samstæðunnar og í ýmsum verkefnum sem hafa verið í vinnslu undanfarna mánuði og misseri.  Þar ber hæst að góður áfangi náðist í söluferli á eignarhlut í Tempo, en í síðustu viku var undirritað samkomulag um áreiðanleikakönnun og einkaviðræður um sölu á um þriðjungs hlut í félaginu til HPE Growth Capital, sem er alþjóðlegt fjárfestingafélag sem sérhæfir sig í fjárfestingum í ört vaxandi tæknifyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að salan gangi í gegn eftir um 6-7 vikur, en  miðað er við að heildarvirði Tempo sé USD 62,5 milljónir.  Til viðbótar er svo gert ráð fyrir að HPE leggi Tempo til umtalsvert fjármagn til þróunar og vaxtar. 

Þetta samkomulag er með öllum hefðbundnum fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakönnun, en er engu að síður mikilvæg staðfesting á því að hægt er að byggja upp verðmæt, alþjóðleg tæknifyrirtæki á Íslandi, sem skapar verulegt virði fyrir þjóðarbú og fjölda eftirsóknarverðra starfa. Það er full ástæða til að staldra við, m.a. í tengslum við launaþróun og kjarasamninga framundan og huga að mikilvægi þess að aðstæður verði áfram góðar hérlendis fyrir rekstur af þessu tagi.   

Samkomulagið við HPE er jafnframt viðurkenning á ötulu starfi starfsfólks Tempo og Origo, en Tempo hefur á 10 árum breyst úr hugmynd á skrifborði yfir í 100 manna fyrirtæki með starfsemi í Evrópu og N-Ameríku, veltir ríflega USD 20 milljónum, þjónar um 12.000 viðskiptavinum í 120 löndum og tekjuvöxtur er mjög hraður. Rekstur Tempo gekk vel á fjórðungnum og benda allir helstu mælikvarðar í jákvæða áttHeildartekjur jukust um 28% á fjórðungnum og námu 5 mUSD.  Tekjur síðustu 12 mánaða hafa því aukist um 30% og standa nú í 20,7 mUSD. Áskriftartekjur aukast áfram hratt og fara nú í fyrsta skipti yfir 40% af heildartekjum, reynsluáskriftum (e. trials) fjölgar á milli tímabila og góð söluaukning er í gegnum endursöluaðila, sem nú telja 140 um allan heim. Lausnaframboð heldur svo áfram að eflast, en á næstu mánuðum verður nokkrum nýjum þjónustum hleypt af stokkunum, sem verða undirstöður nýrra tekjustrauma Tempo. 

Það er sérlega ánægjulegt að reyndir alþjóðlegir fjárfestar hafa svipaða sýn á tækifærin í rekstri Tempo.  Við hlökkum til að styðja félagið til frekari vaxtar, væntanlega í samstarfi við HPE Growth Capital, sem mun skila sér í auknum verðmætum fyrir hluthafa Origo.  Það er okkar mat að áframhaldandi eignarhald Origo á meiri hluta í Tempo sé afar mikið hagsmunamál fyrir hluthafa enda líklegt að verðmætasköpun næstu ár verði veruleg. 

Það miðar einnig vel á fleiri stöðum í starfsemi Origo Mikill tekjuvöxtur var hjá Viðskiptalausnum á fjórðungnum, enda hefur markhópurinn verið breikkaður með nýju lausnaframboði Dynamics NAV og Timianmargar nýjar innleiðingar á Kjarna, mannauðs- og launakerfi, hafa gengið eftir auk þess sem SAP S4/HANA hefur náð góðri fótfestu hjá stærri fyrirtækjum hérlendis.  Svipað er uppi á teningnum hjá Hugbúnaðarlausnum, mikil spurn eftir ráðgjöf og þróun á stafrænni þjónustu, bæði eigin lausnum eins og Caren og CCQ og sérlausnum fyrir viðskiptavini.   

Tekjur Rekstrarþjónustu og Innviða voru heldur undir því sem vænst var, sem helgast annars vegar af almennum samdrætti í sölu á búnaði fyrir miðlæga tölvuinnviði og hins vegar af tímabundnum samdrætti í tengslum við þjónustusamninga hjá stórum viðskiptavinum. Það er þó jákvætt að afkoma er heldur að styrkjast yfir tímabilið.  

Eftir rólega fyrstu mánuði ársins gekk sala á notendabúnaði, PC tölvum, hljóð og myndbúnaði mjög vel á fjórðungnum. Æ stærri hluti sölu notendalausna fer nú í gegnum netverslun, sem er bæði hagkvæm leið fyrir Origo og þægileg fyrir viðskiptavini 

Yfir það heila erum við sátt við árangur á öðrum ársfjórðungi.  Sá þriðji fer svo ágætlega af stað, sölupípan er góð og almennt mikill áhugi á þeim lausnum sem við höfum að bjóða. Við höfum hins vegar áfram áhyggjur af því að fjölmargir kjarasamningar eru lausir á komandi mánuðum og mikilvægt að samningsaðilar komi sér saman um  farsæla lausn sem ekki ýtir undir óstöðuleika í hagkerfinu.” 

Nánari upplýsingar 

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@origo.is og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@origo.is


Viðhengi


Frettatilkynning Arshlutauppgjor Origo hf. F2 2018.pdf
Origo hf. arshlutareikningur 30.6.2018.pdf