Published: 2018-06-15 14:12:10 CEST
Eik fasteignafélag hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Eik fasteignafélag hf.: Nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin í nýtt starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Eikar fasteignafélags hf. Viðskiptaþróun mun sjá um nýja tekjuöflun með það að markmiði að nýta betur það sem eignasafnið hefur upp á að bjóða. Sandra lauk BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007, Mag. Jur gráðu frá sama skóla árið 2009.

Sandra gegndi starfi kosningastjóra fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018, starfaði sem sjálfstætt starfandi lögmaður árið 2017 og árin 2011-2013, var yfirlögfræðingur Plain Vanilla á árunum 2013-2017. Þá var hún formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur árin 2010-2013 og framkvæmdastjóri þjónustusviðs Alterna 2010-2011. Sandra hefur gegnt ýmsum stjórnarstörfum og starfar nú sem varaformaður stjórnar ÍV sjóða. Þá var hún varamaður í stjórn Vátryggingafélags Íslands á árinu 2017, sat í stjórn Icelandic Gaming Industry á árunum 2015-2016 og sat í ritstjórn Tímarits Lögréttu árin 2003-2004.

Sandra hefur yfirgripsmikla og hagnýta reynslu á sviði stjórnunar, samningagerðar, nýsköpunar og stafrænnar þróunar.

Félagið þakkar þann mikla áhuga á félaginu sem fjölmargar góðar umsóknir í starfið báru vitni um.

Nánari upplýsingar veitir:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200