Icelandic
Birt: 2018-05-31 18:41:13 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Fasteignamat 2019

Þjóðskrá Íslands er um þessar mundir að birta fasteignamat fyrir árið 2019. Eftir yfirferð á matinu hvað varðar stærstan hluta fasteigna Reita er ljóst að um verulega hækkun á fasteignamati er að ræða og umfram væntingar stjórnenda, eða um 17% heilt yfir.
Ljóst er að svo miklar breytingar á fasteignamati leiða til hækkunar á rekstrargjöldum fasteignanna sem birtast mun í rekstri félagsins á árinu 2019. Það skal áréttað að fasteignamatsbreytingin hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu eða útgefnar rekstrarhorfur fyrir árið 2018.
Við mat á áhrifum þeim sem kunna að verða síðar verður að líta til þess að tekjur Reita eru verðtryggðar, breytingar kunna að verða á álagningu sveitarfélaganna, breytingar kunna að verða á fasteignamati einhverra eigna eftir yfirferð forsendna með Þjóðskrá og að hægt er að sækja hluta breytinganna til viðskiptavina félagsins. Áhrif fasteignamatsbreytinganna fyrir félagið eru því ekki að fullu ljós á þessu stigi.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, forstjóri, á netfanginu gudjon@reitir.is eða í síma 660-3320.