Published: 2018-05-30 19:02:59 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 30. maí 2018

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 30. maí 2018 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum og skráðum flokkum, REITIR151244, REITIR151124 og REITIR 22. Tilgangur skuldabréfaútgáfu félagsins er eftir atvikum endurfjármögnun á hluta núverandi skulda félagsins, til fjármögnunar fasteignaþróunar og mögulegra fasteignakaupa sem og til rekstrarþarfa.

Alls bárust tilboð í flokkana þrjá að nafnvirði 1.725 milljóna króna og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 1.145 milljóna króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 770 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 3,2% í flokknum REITIR151124 og að nafnvirði 375 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 5,9% í flokknum REITIR 22. Tilboðum í flokkinn REITIR151244 var ekki tekið.

Heildarstærð ofangreindra flokka verður eftirfarandi:

Flokkur: Áður útgefið:  Eftir útgáfu nú:
REITIR151244 35.815.200.000 35.815.200.000
REITIR151124 4.425.000.000 5.195.000.000
REITIR 22 780.000.000 1.155.000.000

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð fimmtudaginn 7. júní 2018 og óskað verður eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669-4416.