Published: 2018-05-24 11:00:00 CEST
Nasdaq Nordic
Fjárfestatilkynningar

Nasdaq Iceland býður Heimavelli velkomna á Aðalmarkaðinn

Reykjavík, fimmtudagur, 24. maí, 2018 -- Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) tilkynnir að í dag hófust viðskipti með hlutabréf Heimavalla hf. (auðkenni: HEIMA) á Nasdaq Iceland. Heimavellir tilheyrir fjármálageiranum og er annað félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Iceland í ár.  Félagið er 29. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic* í ár.

Heimavellir er stærsta íbúðaleigufélag landsins á almennum markaði. Félagið býður upp á fjölbreytt úrval leiguíbúða fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Markmið Heimavalla er að byggja upp leigumarkað á Íslandi að fyrirmynd frá Norðurlöndunum og víðar í Evrópu, þar sem langtímaleiga hefur verið valkostur fyrir almenning um áratugaskeið. Áhersla er lögð á langtímaleigu, góða þjónustu og hagstætt verð. Heimavellir á um tvö þúsund íbúðir á landinu, bæði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast heimsækið www.heimavellir.is

„Við erum mjög ánægð með að Heimavellir skulu nú vera skráð félag á Aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi og bjóðum nýja fjárfesta og hluthafa velkomna í hópinn.”, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Heimavalla. „Framtíðarsýn Heimavalla er mjög skýr og skráningin hjálpar okkur að gera hana að veruleika. Við höfum byggt upp trausta innviði samhliða örum vexti til að ná fram nauðsynlegri stærðarhagkvæmni. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við frekari vöxt og fjölbreyttari verkefni. Þannig leggur félagið sitt lóð á vogarskálarnar til að svara kalli eftir leigufélögum á almennum leigumarkaði að norrænni fyrirmynd með áherslu á örugga langtímaleigu á sanngjörnu verði.”

„Við bjóðum Heimavelli innilega velkomið á Aðalmarkaðinn. segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland. „ Heimavellir er fyrsta íbúðaleigufélagið til að fara á markað og verða spennandi viðbót fyrir fjárfesta, en skráningin er sú fyrsta í yfir áratug þar sem félag fer í hlutafjárútboð samhliða skráningu til að afla fjár fyrir frekari vöxt. Við óskum félaginu, starfsfólki og hluthöfum til hamingju með skráninguna og hlökkum til að vinna með þeim á vegferð þeirra á markaði.”

#

Um Nasdaq

Nasdaq (Nasdaq:NDAQ) er leiðandi á alþjóðavísu í þjónustu á sviði verðbréfaviðskipta, kauphallartækni, eftirlits, skráninga, upplýsingaþjónustu og þjónustu við skráð fyrirtæki í sex heimsálfum. Nasdaq gerir viðskiptavinum sínum kleift að skipuleggja, hagræða og framkvæma framtíðarsýn sína í viðskiptum af öryggi, með margreyndri tækni sem veitir gagnsæi og innsýn í nútíma alþjóðlega fjármálamarkaði. Nasdaq er frumkvöðull í rafrænum kauphallarviðskiptum, en tækni þess er notuð á yfir 90 mörkuðum í 50 löndum og knýr um það bil ein af hverjum 10 viðskiptum í heiminum. Nasdaq er heimili meira en 3,900 skráðra fyrirtækja að markaðsvirði yfir 12 billjón Bandaríkjadala. Fyrir meiri upplýsingar, heimsæktu http://business.nasdaq.com/

 

Fyrirvari vegna staðhæfinga um framtíðarhorfur

Þau mál sem hér er skýrt frá taka til staðhæfinga um framtíðarhorfur sem gerðar eru samkvæmt svonefndum Safe Harbor ákvæðum í bandarískum verðbréfalögum frá 1995 (Private Securities Litigation Reform Act of 1995). Þessar staðhæfingar taka meðal annars til en takmarkast þó ekki við staðhæfingar um afurðir og þjónustu Nasdaq. Við minnum á að þessar staðhæfingar eru ekki trygging fyrir framtíðarafkomu. Raunveruleg niðurstaða kann að vera allt önnur en sú sem fram kemur berum orðum eða með öðrum hætti í staðhæfingum um framtíðarhorfur. Í staðhæfingum um framtíðarhorfur eru ýmsir áhættu- og óvissuþættir eða aðrir þættir sem Nasdaq hefur ekki stjórn á. Þessir þættir byggjast á en takmarkast þó ekki við þætti sem gerð er grein fyrir í ársskýrslu Nasdaq á svonefndu Form 10-K og árshlutaskýrslum sem sendar eru til bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Við tökumst ekki á hendur neinar skuldbindingar um að endurskoða að neinu leyti staðhæfingar um framtíðarhorfur.

 

Nasdaq Nordic lýsir sameiginlegri þjónustu Nasdaq Copenhagen, Nasdaq Helsinki, Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm.

 

 

         FJÖLMIÐLASAMSKIPTI
          Kristín Jóhannsdóttir
          868 9836
          kristin.johannsdottir@nasdaq.com


2018_0524_heimavellir_skráning_ICE.pdf


Heimavellir