Icelandic
Birt: 2018-05-23 13:17:05 CEST
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf – BÚS I
Innherjaupplýsingar

Landsbréf – BÚS I: Niðurstaða fundar með skuldabréfaeigendum í skuldabréfaflokknum BUS 56

Í dag var haldinn fundur eigenda í skuldabréfaflokknum BUS 56, sem gefinn voru út af fagfjárfestasjóðnum Landsbréf BUS I. Á fundinum var ákveðið að samþykkja breytingu á skilmála skuldabréfa í skuldabréfaflokknum BUS 56 um uppgreiðsluheimild, þannig að skilmálinn verði framvegis svohljóðandi:

Þann 5. desember 2025 og árlega þaðan í frá er lántaka heimilt að greiða lánið upp að fullu eða að hluta. Nýti lántaki uppgreiðsluheimild þessa skal hann greiða uppgreiðslugjald sem nemur 1,5% af fyrirframgreiddri fjárhæð. Uppgreiðslugjaldið skal þó lækka um 0,25%-stig á ári þannig að við uppgreiðslu 5. desember 2031 skal uppgreiðslugjaldið hafa fallið niður.
Tímamark uppgreiðsluheimildar færist þannig aftur um þrjú ár ásamt tímaviðmiðum fyrir uppgreiðslugjald.

Landsbréf hf., rekstraraðili fagfjárfestasjóðsins, munu því með aðkomu Landsbankans hf. (sem reikningsstofnunar) gera viðauka við útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins BUS 56, þar sem gerð er grein fyrir þeim breytingum sem samþykktar voru á fundi skuldabréfaeigenda. Slíkur viðauki skal birtur hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf.

Nánari upplýsingar veita Landsbréf hf. sem er rekstraraðili sjóðsins í síma 410 2500 og tölvupósti landsbref@landsbref.is