Published: 2018-05-18 18:54:49 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 161047

Eik fasteignafélag hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum EIK 161047. Skuldabréfin bera 3,5% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,60%.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 2.380 milljónir króna og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 15.780 milljónir króna.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokksins.

Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins EIK 161047 á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. fyrir 30. júní 2018

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is,s. 590-2200 / 861-3027

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209 / 820-8980.