Published: 2018-05-09 15:59:55 CEST

Kvika banki hf: Tilkynning um hækkun hlutafjár

Í samræmi við tilkynningu sem Kvika banki hf. ("Kvika" eða "bankinn") birti þann 13. apríl sl. hefur stjórn Kviku nýtt heimild sína samkvæmt bráðabirgðaákvæði III í samþykktum bankans til að hækka hlutafé hans í þeim tilgangi að mæta nýtingu áskriftarréttinda sem framangreind tilkynning kvað á um.

Hlutafé bankans hefur því verið hækkað um kr. 9.978.678 og stendur eftir hækkun í kr. 1.844.996.308 að nafnvirði. Hlutafjárhækkunin hefur verið skráð af Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og nýir hlutir verða gefnir út af Nasdaq verðbréfamiðstöð.