English Icelandic
Birt: 2018-05-08 17:41:43 CEST
Skel fjárfestingafélag hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Skeljungur hf.: Árshlutauppgjör - fyrsti ársfjórðungur 2018

Hagnaður eykst á milli ára.

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2018

  • Hagnaður á hlut var 0,20 en var 0,12 á sama tímabili í fyrra.
  • Afkoma það sem af er ári betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
  • Bætt afkoma helgast af betri afkomu af eldsneytissölu á Íslandi, í Færeyjum og af alþjóðasölu, auk einskiptishagnaðar upp á 103 m.kr. vegna uppfærðs eignaverðs á einni af eignum félagsins.
  • Framlegð nam 1.746 m.kr. og hækkar um 5% frá fyrsta ársfjórðungi 2017.
  • EBITDA nam 815 m.kr.  sem er 30% hækkun frá sama tímabili ársins 2017.
  • Aðlöguð EBITDA fjórðungsins að teknu tilliti til einskiptishagnaðar er 712 m.kr.
  • EBITDA framlegð var 46,7% miðað við 37,8% á sama tímabili í fyrra.
  • Hagnaður eftir skatta nam 416 m.kr. samanborið við 255 m.kr. á sama tímabili í fyrra sem er 62,8% hækkun milli ára.
  • Arðsemi eigin fjár, á ársgrundvelli, var 22,6% samanborið við 14,8% á fyrsta ársfjórðungi 2017.
  • Eigið fé í lok tímabilsins nam 7.583 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 35,8%.

Félagið áætlar að EBITDA ársins 2018 verði á bilinu 2.800-3.000 m.kr. og fjárfestingar liggi á bilinu 750-850 m.kr.

Helstu atriði í tilkynningu þessari eru unnin upp úr árshlutareikningi félagsins, sem samþykktur var af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 8. maí 2018. Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins, móðurfélagsreikning félagsins og dótturfélaga þess. Reikningarnir eru gerðir í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins. Til nánari upplýsinga er vísað til reikningsins sem er meðfylgjandi tilkynningu þessari.

Tölulegur samanburður

  2018 2017  
m.kr. Q1 Q1 %
Framlegð 1.746 1.660 5,0%
EBITDA 815 627 30,0%
EBIT 617 437 41,1%
Hagnaður 416 255 62,8%
     
EBITDA 46,7% 37,8%  
EBIT 35,3% 26,3%  
Launakostn./framlegð 26,3% 28,8%  
Sölu og dreif.kostn./framlegð 28,6% 26,3%  
Rekstrarkostnaður/framlegð 62,0% 63,8%  
Arðsemi eiginfjár (ársgrundvelli) 22,6% 14,8%  

Horfur fyrir árið 2018

Þann 24. apríl sl. sendi félagið frá sér breytta afkomuspá. Áður birt afkomuspá fyrir árið 2018 gerði ráð fyrir að EBITDA yrði á bilinu 2.600-2.800 m.kr. og fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr. Við  vinnslu á uppgjöri fyrsta ársfjórðungs  og uppfærðri áætlanagerð fyrir árið 2018 kom í ljós að horfur voru á að afkoma ársins í heild yrði betri en áætlanir gerðu  ráð fyrir. Betri afkoma á fyrsta ársfjórðungi helgaðist fyrst og fremst af betri afkomu af eldsneytissölu á Íslandi, í Færeyjum og af alþjóðasölu, auk  einskiptishagnaðar  upp  á  103 m.kr. vegna uppfærðs eignaverðs á einni af eignum félagsins.

Félagið áætlar að EBITDA ársins verði á bilinu 2.800 - 3.000 m.kr. og fjárfestingar liggi á bilinu 750 - 850 m.kr.

Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Bent er á að við umreikning reikningsskila er notast við meðalgengi innan ársins. Áætlanir félagsins miða við meðalgengi  DKK/ISK 16,45.

Fyrsti ársfjórðungur 2018

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs:

"Við erum ánægð með uppgjör fyrsta ársfjórðungs. Reksturinn gengur vel hvort sem horft er til Íslands, Færeyja eða alþjóðasölunnar. Selt magn er að aukast í öllum tegundum utan flugvélaeldsneytis, umferð á þjóðvegum er að aukast og umfang í sjávarútvegi var meira en á sama tíma í fyrra, en þar hefur sjómannaverkfall sem var í gangi stóran hluta fyrsta ársfjórðungs í fyrra áhrif á samanburð.

Í rekstri félagsins er jákvætt að sjá að þær breytingar sem gerðar voru síðastliðið haust hafa skilað sér í bættri rekstrarniðurstöðu. Þá hafa sameinaðir kraftar söluteyma okkar og breytt skipulagt haft jákvæð áhrif og meðal annars leitt til aukinnar sölu og betri afkomu af alþjóðasölu. Það er einnig jákvætt að sjá áhrif endurfjármögnunar á lánum félagsins, sem hefur haft jákvæð áhrif þegar horft er á fjármagnsliði félagins.

Samhliða stöðugum umbótum í rekstrinum horfum við einnig til framtíðar. Í apríl upplýstum við um kaup á 70% hlut í Demich P/F, sem býður umhverfisvænar húshitunarlausnir í Færeyjum, en kaupin bíða samþykkis samkeppniseftirlitsins í Færeyjum. Olía er lykilorkugjafi við húshitun í Færeyjum og er félagið með um 50% markaðshlutdeild á þeim markaði. Umhverfisvænar húshitunarlausnir eru lítill en vaxandi hluti af færeyska húshitunarmarkaðinum. Með kaupunum á Demich getur félagið boðið upp á heildarlausnir í þjónustu við fyrirtæki og neytendur, óháð því hvaða orkugjafa viðskiptavinurinn kýs að nota. Á Íslandi er einnig í fullum gangi undirbúningur opnunar vetnisstöðva félagsins og hlökkum við til að geta greint betur frá því á næstunni.

Skeljungur stendur mjög vel bæði fjárhagslega og rekstrarlega og það er okkar metnaður að tryggja að svo verði áfram."

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur vegna ársuppgjörs félagsins verður haldinn á hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, í fundarsal I, miðvikudaginn 9. maí 2018. Fundurinn hefst kl. 08:30 en boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 08:15. Á fundinum munu Hendrik Egholm, forstjóri, og Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna uppgjörið og helstu þætti úr rekstrinum, auk þess sem spurningum fundargesta verður svarað.

Kynningin er meðfylgjandi, auk þess sem upptaka frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is/um-skeljung/fjarfestar/ að fundinum loknum.

Fjárhagsdagatal 2018

Uppgjör 2F 2018 - 28. ágúst 2018

Uppgjör 3F 2018 - 30. október 2018

Dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess rekur selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

Finnið okkur á Linkedin

   


Skeljungur_Fjarfestakynning Q1 2018.pdf
Skeljungur_Samsta Q1 2018.pdf