Icelandic
Birt: 2018-04-30 13:34:26 CEST
Kvika banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Kvika banki hf.: Kvika banki hf. gefur út víkjandi skuldabréf til 10 ára að nafnvirði 600 milljónir króna

Kvika hefur lokið sölu á nýjum flokki víkjandi skuldabréfa bankans með auðkennið KVB 18 02. Seld hafa verið skuldabréf að nafnvirði 600 milljónir króna. Áður hafa verið gefnar út 1.000 milljónir króna að nafnvirði í flokki víkjandi skuldabréfa bankans KVB 15 01 með lokagjalddaga 25. ágúst 2025.

Skuldabréfin bera 6,50% árlega verðtryggða vexti til og með 9. maí 2023 en 8,50% árlega verðtryggða vexti næstu fimm ár þar á eftir eða til lokagjalddaga 9. maí 2028. Skuldabréfin eru innkallanleg af útgefanda á hverjum vaxtagjalddaga frá og með 9. maí 2023.

Skuldabréfin verða skráð á aðalmarkað í kauphöll Nasdaq Iceland fyrir 31. ágúst 2018.

 

Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku í síma 540 3200.