Icelandic
Birt: 2018-04-25 15:47:22 CEST
Kvika banki hf
Árshlutaupplýsingar

Kvika banki hf: Afkomutilkynning fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 og uppfærð afkomuspá

Afkoma fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi 654 milljónir króna

Hagnaður Kviku á tímabilinu 1. janúar - 31. mars 2018 samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri samstæðu bankans nam 654 milljónum króna fyrir skatta. Arðsemi eiginfjár miðað við afkomu fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi 2018 var 23,9% á ársgrundvelli.  

Hreinar vaxtatekjur bankans námu 412 milljónum króna, hreinar þóknanatekjur 1.012 milljónum króna og hreinar fjárfestingatekjur 196 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur námu samtals 1.643 milljónum króna. Rekstrarkostnaður bankans nam 1.018 milljónum króna.

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki verður gjaldfærður í árslok þar sem skattstofninn miðast við fjárhæð skulda í árslok. Miðað við stöðu skulda 31. mars 2018 og núverandi álagningarhlutfall þá væri álagður sérstakur bankaskattur 119 milljónir króna vegna ársins 2018. Ekki var framkvæmt mat á yfirfæranlegu skattalegu tapi í lok fyrsta ársfjórðungs en breytingar frá fyrra mati geta haft umtalsverð áhrif á afkomu bankans eftir skatt.

SAMANDREGINN REKSTRARREIKNINGUR  
m.kr. 1F 2018 2017
Hreinar vaxtatekjur 412 1.563
Hreinar þóknanatekjur 1.012 2.812
Hreinar fjárfestingatekjur 196 547
Hlutdeildartekjur -2 64
Aðrar tekjur 25 23
Hreinar rekstrartekjur 1.643 5.009
   
Rekstrarkostnaður -1.018 -3.670
Virðisrýrnun útlána 30 -14
     
Virðisbreyting fjárfestingaeigna 0 92
Hagnaður fyrir skatta 654 1.418

Eigið fé bankans nam 11.808 milljónum króna í lok ársfjórðungsins og heildareignir námu 94.647 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans var 21,7% en 23,3% með tilliti til afkomu ársfjórðungsins. Handbært fé jókst um 12.637 milljónir króna samhliða aukningu í lántökum, innlánum og skuldabréfaútgáfu. Lausafjárhlutfall var 184% í lok ársfjórðungsins. 

SAMANDREGINN EFNAHAGSREIKNINGUR  
m.kr. 31.3.2018  31.12.2017
Handbært fé 32.623 19.986
Krafa á Seðlabanka Íslands 264 508
Verðbréf 7.766 8.436
Verðbréf til áhættuvarna 16.939 14.026
Útlán 25.634 25.338
Óefnislegar eignir 2.746 2.749
Afleiður 905 1.053
Fjárfesting í hlutdeildarfélögum 674 677
Óuppgerð viðskipti 4.389 291
Aðrar eignir 2.706 2.534
Eignir samtals 94.647 75.597
   
Innlán 44.991 41.749
Lántökur 22.712 13.731
Skuldabréf 2.016 1.402
Víxlar 3.937 3.935
Víkjandi skuldabréf 1.081 1.059
Skortstöður 501 370
Afleiður 731 365
Óuppgerð viðskipti 4.041 557
Aðrar skuldir 2.828 1.446
Skuldir samtals 82.839 64.614
   
Eigið fé samtals 11.808 10.982

Rekstraráætlun bankans fyrir árið 2018 hefur verið uppfærð með hliðsjón af uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og væntingum um rekstur bankans það sem eftir er af árinu. Samkvæmt upphaflegri rekstraráætlun fyrir árið 2018 var afkoma bankans eftir skatta 1.675 milljónir króna og afkoma fyrir skatta 1.816 milljónir króna. Samkvæmt uppfærðri afkomuspá fyrir árið 2018 verður afkoma fyrir skatta 1.931 milljón króna, eða 115 milljónum króna hærri en upphaflega var áætlað.

Athygli er vakin á því að uppgjör fyrsta ársfjórðungs og breytingar á afkomuspá ársins eru ekki byggðar á endurskoðuðum eða könnuðum niðurstöðum. Jafnframt geta forsendur, svo sem markaðsaðstæður og efnahagshorfur tekið breytingum. Þar af leiðandi getur afkoma ársins 2018 orðið frábrugðin frá þeirri afkomuspá sem sett er fram hér.

Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku í síma 540 3200.