Published: 2018-04-24 19:53:32 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Uppfært lánshæfismat frá Reitun

Reitun hefur uppfært lánshæfismat Eikar fasteignafélags. Lánshæfismat félagsins er i.AA2  með stöðugum horfum og er óbreytt á milli ára.

Einkunnargjöf Reitunar miðar við innlendar einkunnir í stað alþjóðlegra einkunna og er því i. bætt fyrir framan einkunnina. Ríkissjóður fær viðmiðunareinkunnina i.AAA sem er besta mögulega einkunn sem Reitun gefur. Aðrir útgefendur eru metnir út frá þeirri einkunn. Reitun flokkar einkunnir frá i.AAA til i.BBB3 sem fjárfestingahæfar eignir.

Skýrsla Reitunar er meðfylgjandi þessari tilkynningu.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2200 / 820-8980


Eik fasteignafélag - Lánshæfismat apríl 2018.pdf