Published: 2018-04-17 16:22:22 CEST

N1 hf: Vegna kaupa N1 hf. á Festi hf.

Samrunatilkynning vegna kaupa á Festi afturkölluð. Tilkynnt verður um samrunann á ný.

Vísað er til fyrri tilkynninga vegna kaupa N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf.

Samkeppniseftirlitið hefur undanfarna mánuði haft samkeppnisleg áhrif samrunans til rannsóknar. Frummat Samkeppniseftirlitsins er að samruninn hafi að óbreyttu í för með röskun á samkeppni. N1 hefur lagt fram drög að skilyrðum sem félagið er tilbúið að undirgangast og telur þau skilyrði geta eytt mögulegum samkeppnishindrunum vegna samrunans.

Samkeppniseftirlitið hefur upplýst N1 um að ekki sé unnt að leggja fullnægjandi mat á tillögur N1 innan þess tíma sem eftir er af lögbundnum tímafresti málsins.

Sökum þess hefur stjórn N1 nú ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu vegna málsins og mun félagið í kjölfarið senda Samkeppniseftirlitinu nýja samrunatilkynningu og skilyrði.

Í ljósi þeirrar miklu vinnu sem þegar hefur verið lögð í málið af hálfu Samkeppniseftirlitsins standa vonir N1 til þess að frekari rannsókn Samkeppniseftirlitsins gangi hratt fyrir sig og að niðurstaða muni liggja fyrir fyrir lok 2. ársfjórðungs.