Published: 2018-04-06 18:48:12 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur mars 2018

Í mars flutti Icelandair 260 þúsund farþega og voru þeir 4% fleiri en í mars á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 7% og sætanýting var 81,9% samanborið við 80,7% í sama mánuði í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru 28 þúsund í mars og fækkaði um 2% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 7% samanborið við mars 2017. Sætanýting nam 59,9%. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 25% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 5% frá því á síðasta ári.

Fjöldi framboðinna herbergjanótta jókst um 4% á milli ára, sem skýrist af opnun Reykjavík Konsúlat hótelsins í miðbæ Reykjavíkur. Herbergjanýting á hótelum félagsins dróst saman á milli ára var 78,0% samanborið við 86,0% í fyrra.  Lakari herbergjanýting skýrist aðallega af Reykjavík Konsúlat hótelinu en fyrsti rekstrarmánuður nýs hótels er iðulega með lága herbergjanýtingu þar sem það hefur ekki verið bókanlegt nema í stuttan tíma.

ICELANDAIR MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 259.947 248.865 4% 659.153 654.863 1%
Sætanýting 81,9% 80,7% 1,2 %-stig 76,3% 76,9% -0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm.
(ASK'000.000)
1.000,1 938,6 7% 2.675,6 2.566,6 4%
             
AIR ICELAND CONNECT MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 28.294 28.752 -2% 72.443 71.471 1%
Sætanýting 59,9% 62,3% -2,4 %-stig 60,0% 63,9% -3,9 %-stig
Framboðnir sætiskm.
(ASK'000.000)
17,5 16,4 7% 44,0 38,8 13%
             
LEIGUFLUG MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 100,0% 99,0% 1,0 %-stig
Seldir blokktímar 2.949 2.360 25% 8.658 6.078 42%
             
FRAKTFLUTNINGAR MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.546 10.005 5% 30.537 24.927 23%
             
HÓTEL MAR 18 MAR 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 28.872 27.807 4% 79.765 80.730 -1%
Seldar gistinætur 22.509 23.912 -6% 61.720 64.657 -5%
Herbergjanýting 78,0% 86,0% -8,0 %-stig 77,4% 80,1% -2,7 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, frstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - Mars 2018.pdf