English Icelandic
Birt: 2018-03-13 17:34:36 CET
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki gefur út skuldabréf í evrum

Arion banki gaf í dag út skuldabréf til fimm ára að upphæð 300 milljónir evra eða sem nemur rúmum 37 milljörðum íslenskra króna. Umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en í heild bárust tilboð frá ríflega 40 fjárfestum fyrir um 375 milljónir evra.

Skuldabréfin bera fasta 1,0% vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 0,65% álagi á millibankavexti. Barclays, Citi og Deutsche Bank sáu um útgáfuna fyrir hönd bankans. Í verðlagningu lána í erlendri mynt til viðskiptavina þarf bankinn að horfa til þess að til viðbótar 0,65% álagi á millibankavexti bætist bankaskattur sem nemur 0,376% af fjárhæð útgáfu.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, haraldur.eidsson@arionbanki.is, s: 856 7108.