English
Published: 2018-03-13 15:47:13 CET
TM hf.
Notice to general meeting

Framboð til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á aðalfundi 15. mars 2018.

Framboðsfrestur til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. rann út þann 10. mars 2018. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í aðalstjórn (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson forstjóri,
Einar Örn Ólafsson, fjárfestir,
Kristín Friðgeirsdóttir verkfræðingur Ph.D.,
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, lögmaður og lektor, og
Örvar Kærnested fjárfestir.

Í varastjórn (í stafrófsröð):

Bjarki Már Baxter, yfirlögfræðingur, og
Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri.

Stjórn félagsins skal eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lauk meta hvort hver og einn frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira. Er það mat stjórnar að allir frambjóðendur teljast óháðir Tryggingamiðstöðinni hf. og daglegum stjórnendum þess.

Enginn hluthafi ræður yfir 10% af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og félagssamþykkta. Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.

Með því að fjöldi frambjóðanda, bæði til aðalstjórnar og varastjórnar, er hinn sami og nemur fjölda stjórnarsæta í aðalstjórn og varastjórn, teljast framangreindir frambjóðendur sjálfkjörnir til setu í stjórninni næsta starfsár.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í meðfylgjandi viðhengi.



20180315 - aalfundur TM - frambo til stjornar.pdf