Published: 2018-03-13 11:39:50 CET

REITIR: Lokauppgjör við erlendan lánveitanda

Reitir hafa gert samkomulag um lok allra mála sem tengjast uppgjöri þriggja lána sem Reitir höfðu verið með hjá erlendum lánveitanda en lentu í uppnámi vegna gjaldeyrishafta. Stærsti hluti lánanna var endurgreiddur í október 2014, en ágreiningur varð um tiltekna þætti við lokauppgjör þeirra. Greint var frá þessari stöðu í skráningarlýsingu Reita á sínum tíma.

Með samkomulaginu eru öll mál milli Reita og hins erlenda lánveitanda uppgerð, þ.e. uppgjör vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar auk bótakrafna. Reitir hafa að miklu leyti tekið tillit til þessara upphæða í uppgjörum sínum hingað til, og það sem umfram er mun færast til gjalda yfir fjármagnsliði á fyrsta ársfjórðungi 2018. Sú upphæð nemur um 230 milljónum kr.

Samhliða samkomulaginu losar hinn erlendi lánveitandi um veðbönd af bundnu fé sem nemur rúmum einum milljarði kr., og um öll veð í fasteignum og hlutafé í dótturfélögum þessum lánum tengt.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson, gudjon@reitir.is, sími 660 3320.