Icelandic
Birt: 2018-03-06 17:51:39 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Boðun hluthafafundar

REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn þann 13. mars 2018 kl. 15.00 á Hótel Reykjavík Natura, þingsal 3.

Meðfylgjandi er endanleg dagskrá aðalfundarins og tillögur þær sem lagðar verða fyrir fundinn en engar breytingar hafa orðið frá áður birtri dagskrá og tillögum.

Framboðsfrestur til stjórnar félagsins er nú runninn út samkvæmt samþykktum félagsins og hafa eftirtaldir aðilar gefið kost á sér í stjórn félagsins:

Elín Árnadóttir
Kristinn Albertsson
Martha Eiríksdóttir
Thomas Möller
Þórarinn V. Þórarinsson

Stjórn hefur metið öll framboð til stjórnar gild, sbr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til áframhaldandi setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu. 

Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í viðhengi.

Dagskrá aðalfundar 2018

Tillögur stjórnar til aðalfundar 2018

Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar Reita fasteignafélags hf. - 13.3.2018


Dagskra aalfundar 2018.pdf
Tillogur stjornar til aalfundar 2018.pdf
Upplysingar um frambjoendur til stjornar Reita fasteignafelags hf. - 13.3.2018.pdf