Published: 2018-03-06 16:36:27 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur febrúar 2018

Fjöldi farþega Icelandair í febrúar nam 191 þúsund og fækkaði þeim um 5% miðað við febrúar á síðasta ári.  Fækkunin skýrist að mestu leyti af fækkun farþega til Íslands. Þar var eftirspurn ekki að aukast í takt við heildarframboðsaukningu á markaðinum. Framboð dróst saman um 1%. Sætanýting var 74,3% samanborið við 75,9% í febrúar í fyrra.

Farþegar Air Iceland Connect voru tæp 22 þúsund og fækkaði um 3% á milli ára. Mikið var um veðurraskanir í innanlandsflugi, og fjöldi fluga var felldur niður í mánuðinum vegna þessa.  Framboð í febrúar var 11% meira en í febrúar á síðasta ári og skýrist það af flugi til Belfast sem flogið er í samstarfi við Icelandair og hófst í júní 2017 ásamt flugi á milli Keflavíkur og Akureyrar sem byrjaði í lok febrúar árið 2017.  Sætanýting nam 62,6%.

Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst mikið eða um 44% á milli ára.  Skýrist það af fleiri langtímaverkefnum en á sama tíma á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 24% á milli ára.  Skýrist það af auknum innflutningi til landsins, en einnig hefur verkfall sjómanna á Íslandi á síðasta ári áhrif á samanburðinn. Seldum gistinóttum hjá hótelum félagsins fækkaði um 5% á milli ára. Skýrist það af lokunum á herbergjum á Icelandair Hotel Natura vegna viðhalds.  Fjöldi seldra gistinótta jókst á öllum öðrum hótelum félagsins.  Herbergjanýting var 81,6% samanborið við 85,6% í febrúar 2017.

   

ICELANDAIR FEB 18 FEB 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 190.720 200.264 -5% 399.646 405.998 -2%
Sætanýting 74,3% 75,9% -1,6 %-stig 73,1% 74,7% -1,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 767,5 772,8 -1% 1.675,5 1.628,0 3%
             
AIR ICELAND CONNECT FEB 18 FEB 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Fjöldi farþega 21.850 22.494 -3% 44.149 42.719 3%
Sætanýting 62,6% 68,0% -5,4 %-stig 60,0% 65,1% -5,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 12,5 11,3 11% 26,5 22,4 18%
             
LEIGUFLUG FEB 18 FEB 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 100,0% 99,1% 0,9 %-stig
Seldir blokktímar 2.694 1.871 44% 5.709 3.718 54%
             
FRAKTFLUTNINGAR FEB 18 FEB 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 9.337 7.525 24% 19.854 14.922 33%
             
HÓTEL FEB 18 FEB 17 BR. (%) ÁTÞ 18 ÁTÞ 17 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 25.116 25.116 0% 52.923 52.923 0%
Seldar gistinætur 20.503 21.511 -5% 39.211 40.745 -4%
Herbergjanýting 81,6% 85,6% -4,0 %-stig 74,1% 77,0% -2,9 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - February 2018.pdf