Icelandic
Birt: 2018-03-06 15:06:21 CET
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Ársreikningur

Lánasjóður sveitarfélaga - Ársreikningur 2017

Hagnaður Lánasjóðsins 777 milljónir króna

Rekstur og afkoma ársins 2017
Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga nam 777 milljónum króna á árinu 2017 samanborið við 983 milljónir króna á árinu 2016. Breytingin á milli ára skýrist einna helst af tekjufærslu á árinu 2016 vegna endurheimta af kröfu Lánasjóðsins á hendur Glitni banka hf.

Heildareignir sjóðsins í lok tímabilsins voru 85.707 milljónir króna en voru 78.024 milljónir í árslok 2016. Heildarútlán sjóðsins námu 73.566 milljónum króna í lok tímabilisins samanborið við 71.175 í árslok 2016. Þá nam eigið fé 17.459 milljónum króna á móti 17.172 milljónum króna í árslok 2016. Vegið eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 97% en var 85% í árslok 2016.

Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2018 verði arður að fjárhæð 388 milljónir króna greiddur til hluthafa í samræmi við arðgreiðslustefnu sjóðsins.

Rekstur ársins 2017 2016 2015 2014 2013
Hreinar vaxtatekjur 927 959 942 867 1.047
Aðrar rekstrartekjur (gjöld) 32  (42) 60 15  (81)
Almennur rekstrarkostnaður 185 204 183 171 151
Afkoma fyrir óreglulega liði 774 713 818 710 815
Niðurfærsla vegna erlends láns 0 0 227  (464) 2
Tekjuf. v. krafna á gjaldþrota fjármálastofnanir 3 270 0 0 0
Hagnaður ársins 777 983 1.046 247 715

Framtíðarhorfur
Lánasjóður sveitarfélaga sér fram á að veitt útlán á árinu 2018 verði talsvert umfram útlán síðustu ára þar sem uppgjör lífeyrisskuldbindinga sveitarfélaga hefur sett mark sitt á starfsemi sjóðsins fyrstu mánuði ársins. Fyrstu tvo mánuði ársins hefur Lánasjóðurinn veitt langtímalán að fjárhæð 15 milljarða og nemur skuldabréfaútgáfa sjóðsins 6,5 milljörðum króna að nafnvirði á sama tíma. Skuldabréfaútgáfa í desember 2017 nam 4,2 milljörðum. Sjóðurinn mun endurskoða útgáfuáætlun sína fyrir árið 2018.

Kynningarfundur
Opinn kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn miðvikudaginn 7. mars 2018 í starfsstöð sjóðsins, Borgartúni 30, 5 hæð. Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri mun kynna afkomu og efnahag sjóðsins ásamt því að svara spurningum. Kynningin hefst kl. 8:30.

Nánari upplýsingar veitir: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, s. 515 4949


Arsreikningur LS - 2017 12 31.pdf
Frett i Kaupholl vegna arsuppgjors 2017.pdf