Icelandic
Birt: 2018-02-28 17:19:29 CET
Vátryggingafélag Íslands hf.
Reikningsskil

Ársuppgjör 2017

Eftirfarandi eru helstu niðurstöður ársins 2017:

• Heildarhagnaður ársins 2017 nam 1.609 m.kr eftir skatta samanborið við 1.459 m.kr árið 2016

• Samsett hlutfall var 95,3% samanborið við 101,7% árið áður

• Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.350 m.kr samanborið við 1.997 m.kr árið 2017

• Hagnaður á hlut nam 0,6

 

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs:

• Hagnaður tímabilsins nam 496 m.kr samanborið við 868 m.kr á sama tímabili í fyrra

• Samsett hlutfall var 96,1% samanborið við 100,4% á sama tímabili í fyrra

• Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 456 samanborið við 959 m.kr á sama tímabili í fyrra

 

Helgi Bjarnason, forstjóri:

„Stóru tíðindin í þessu uppgjöri eru að vátryggingareksturinn okkar er kominn aftur á réttan kjöl. Samsett hlutfall, sem er sá mælikvarði sem helst er stuðst við í vátryggingum, var 95,3% árið 2017 en þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem þetta hlutfall er undir 100%. Helsta ástæðan fyrir þessu er að tjónakostnaður er að vaxa minna en iðgjöldin. Sem dæmi um það hækkuðu iðgjöld um 12,4% á árinu, en stærsta ástæða þess er fjölgun viðskiptavina og skírteina en á sama tíma hækkaði tjónakostnaður aðeins um 3,6% á milli ára.

Afkoma af fjárfestingastarfsemi er ekki nægilega góð, eins og búist var við, vegna þróunar á innlendum mörkuðum. Við höfum hins vegar lokið vinnu við endurskoðun fjárfestingastefnu okkar sem við væntum að muni skila sér í bættri ávöxtun fjárfestingaeigna okkar á árinu 2018.

Árið 2017 var ár mikilla breytinga hjá VÍS. Síðan í sumar höfum við gjörbreytt skipulagi félagsins og sett af stað afar metnaðarfull verkefni, meðal annars á vettvangi stafrænnar framtíðar, sem við bindum miklar vonir við. Við höfum einnig fengið til liðs við okkur afar öfluga stjórnendur til að leiða félagið áfram og tryggja að VÍS verði áfram í fremstu röð.“

Nánari upplýsingar veitir Andri Ólafsson samskiptastjóri í síma 660-5105

 


Frettatilkynning.pdf
VIS - Samstuarsreikningur 31.12.2017lokareikningur.pdf