Published: 2018-02-10 21:19:17 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Samið við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA)

Icelandair ehf. og FÍA hafa undirritað kjarasamning sem gildir til 31. desember 2019. Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslu hjá FÍA.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair: „Við samningagerðina núna var beitt nýjum vinnubrögðum af hálfu beggja aðila.   Markmiðið var að tryggja flugmönnum félagsins samkeppnishæf kjör í alþjóðlegu samhengi og jafnframt styrkja samkeppnishæfni félagsins. Með samningnum eru stigin jákvæð skref sem er mjög ánægjulegt en það sem er ekki síður mikilvægt er að aðilar eru sammála um að halda áfram vinnu á sömu nótum í framhaldi af undirritun samninga.“

Örnólfur Jónsson formaður FÍA: „Flugmenn gera sér fulla grein fyri því að samkeppnisumhverfi Icelandair er síbreytilegt.  Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir flugmönnum í heiminum aukist. Það er mjög ánægjulegt að hafa með þessum kjarasamningi unnið að sameiginlegum hagsmunum Icelandair og FÍA. Þannig má segja að kveðið hafi við nýjan tón sem  markar nýtt upphaf að sameiginlegri vegferð FÍA og Icelandair“.

 

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801