Icelandic
Birt: 2018-02-09 16:51:54 CET
Eik fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsáætlun 2018 og óendurskoðað stjórnendauppgjör 2017

Til að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta hefur félagið ákveðið að breyta henni. Félagið mun því héðan í frá birta óendurskoðað stjórnendauppgjör samhliða rekstraráætlun.  

Helstu tölur úr fjárhagsáætluninni, sem miðar við 2,5% meðalverðbólgu, eru:

  • Tekjur verða 8.150 m.kr.
  • Gjöld verða 2.850 m.kr.
  • Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður verður 360 m.kr.
  • EBITDA verður 5.300 m.kr.
  • Viðhald og endurbætur verða 348 m.kr.

Rekstur ársins 2017 er í takt við áætlanir samkvæmt óendurskoðuðu stjórnendauppgjöri:

  • EBITDA er áætluð á bilinu 4.965-4970 m.kr. að teknu tilliti til gjaldfærðs viðhalds en 5.030-5.035 m.kr. fyrir gjaldfært viðhald.
  • Fjárfesting í núverandi húsnæði er áætluð á bilinu 3.195-3.210 m.kr.
  • Matsbreyting fjárfestingareigna er áætluð á bilinu 3.080-3.120 m.kr.

Í meðfylgjandi kynningu má finna ítarlegri upplýsingar um forsendur fjárhagsáætlunarinnar ásamt stjórnendauppgjöri.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980


Eik fasteignafelag - Fjarhagsatlun 2018.pdf