Published: 2018-01-08 21:54:03 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur desember 2017

Í desember flutti Icelandair 235 þúsund farþega og voru þeir 7% fleiri en í desember árið 2016. Framboðsaukning á milli ára nam 10% og sætanýting var 76,5% samanborið við 77,2% árinu á undan. Farþegar Air Iceland Connect voru 23 þúsund og fjölgaði um 13% á milli ára. Air Iceland Connect jók framboðið um 18% og sætanýting nam 58,7%. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 55% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 19% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins var 68,2% samanborið við 67,9% í desember í fyrra. 

Flutningatölur fyrir árið 2017 liggja nú fyrir. Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á árinu 2017. Þeir voru alls  4,0 milljónir og fjölgaði um 10% frá fyrra ári. Sætanýting ársins nam 82,5% og jókst um 0,3 prósentustig samanborið við árið 2016.  Heildarfjöldi farþega Air Iceland Connect var 349 þúsund og jókst um 7% á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 17% og flutt frakt um 11%. Herbergjanýting á hótelum félagsins á árinu 2017 var 81,2% samanborið við 81,5% árið 2016.

   

ICELANDAIR DES 17 DES 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 235.219 219.937 7% 4.037.503 3.674.417 10%
Sætanýting 76,5% 77,2% -0,7 %-stig 82,5% 82,2% 0,3 %-stig 
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 945,9 861,2 10% 15.245,6 13.653,3 12%
             
AIR ICELAND CONNECT DES 17 DES 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 23.279 20.603 13% 349.273 327.427 7%
Sætanýting 58,7% 58,8% -0,1 %-stig  65,9% 68,3% -2,5 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 14,6 12,4 18% 214,5 191,2 12%
             
LEIGUFLUG DES 17 DES 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 88,9% 11,1 %-stig 98,1% 88,9% 9,2 %-stig
Seldir blokktímar 2.889 1.865 55% 27.460 23.523 17%
             
FRAKTFLUTNINGAR DES 17 DES 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.236 8.576 19% 117.311 105.925 11%
             
HÓTEL DES 17 DES 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 27.807 27.807 0% 371.289 352.214 5%
Seldar gistinætur 18.963 18.886 0% 301.302 287.160 5%
Herbergjanýting 68,2% 67,9% 0,3 %-stig 81,2% 81,5% -0,4 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 


Traffic Data - December 2017.pdf