Published: 2017-12-08 17:06:16 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Verkfallsfallsboðun flugvirkja Icelandair ehf.

Félagar í Flugvirkjafélagi Íslands (FVFÍ) er starfa hjá Icelandair ehf. hafa boðað til verkfalls á eftirtöldum tímum:

  • Ótímabundið frá kl. 06:00 þann 17. desember 2017.

Viðræður á milli aðila standa enn yfir en náist ekki samkomulag milli Icelandair og FVFÍ fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir mun flugáætlun Icelandair raskast vegna aðgerðanna. Óvíst er hvaða áhrif þær muni hafa á afkomu Icelandair Group hf.

 

Frekari upplýsingar:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bjorgolfur@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801