Published: 2017-12-06 16:54:42 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur nóvember 2017

Í nóvember flutti Icelandair 249 þúsund farþega og voru þeir 8% fleiri en í nóvember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 11% og sætanýting var 78,1% samanborið við 79,1% í sama mánuði í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru 26 þúsund í nóvember og fjölgaði um 11% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 22% og sætanýting nam 58,7% og lækkaði um 5 prósentustig á milli ára. Nýjar leiðir frá Keflavík til Akureyrar og Belfast eru enn í uppbyggingarfasa sem skýrir lægri sætanýtingu á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 38% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 12% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins nam 75.5% samanborið við 76,5% í fyrra.  

ICELANDAIR NÓV 17 NÓV 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 249.099 229.903 8% 3.817.003 3.454.480 10%
Sætanýting 78,1% 79,1% -1,0 %-stig 83,1% 82,5% 0,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.000,6 897,9 11% 14.299,7 12.792,1 12%
             
AIR ICELAND CONNECT NÓV 17 NÓV 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 26.507 23.819 11% 325.996 306.824 6%
Sætanýting 58,7% 63,7% -5,0 %-stig 66,4% 69,0% -2,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 16,0 13,2 22% 200,0 178,9 12%
             
LEIGUFLUG NÓV 17 NÓV 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 97,9% 92,3% 5,6 %-stig
Seldir blokktímar 2.448 1.770 38% 24.571 21.659 13%
             
FRAKTFLUTNINGAR NÓV 17 NÓV 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.127 9.026 12% 106.972 97.349 10%
             
HÓTEL NÓV 17 NÓV 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 26.880 26.910 0% 343.482 324.407 6%
Seldar gistinætur 20.305 20.579 -1% 282.339 268.274 5%
Herbergjanýting 75,5% 76,5% -0,9 %-stig 82,2% 82,7% -0,5 %-stig

  

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - November 2017.pdf