Published: 2017-11-24 17:31:59 CET

Eik fasteignafélag hf.: Framlenging á leigusamningi við Landsbankann

Vísað er til kafla 1.3 "Rekstraráhætta" í Útgefandalýsingu Eikar fasteignafélags, dagsetta 8. apríl 2015, þar sem tilgreint er sérstaklega um áhættu tengda endurnýjun á leigusamningum við Símann og Mílu, Vátryggingarfélag Íslands og Landsbankann hf. á árunum 2015 - 2018.

Eik fasteignafélag og Landsbankinn hf. hafa nú endursamið um leigu á því húsnæði sem Landsbankinn hf. hefur haft til leigu hjá félaginu. Samningurinn nær yfir áætlaðan byggingartíma nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Nýr samningur tekur gildi 1. mars 2018.

Nú hefur verið framlengt í öllum þeim samningum sem fjallað var sérstaklega um í kafla 1.3. "Rekstraráhætta" í Útgefandalýsingu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri útleigusviðs, eyjolfur@eik.is, s. 590-2200 / 787 1159