English Icelandic
Birt: 2017-11-22 15:48:47 CET
Landsvirkjun
Reikningsskil

Níu mánaða uppgjör Landsvirkjunar

Tekjur hækka milli tímabila

Helstu atriði árshlutareiknings

  • Rekstrartekjur námu 347,3 milljónum USD (36,5 ma.kr.) og hækka um 40,2 milljónir USD (13,1%) frá sama tímabili árið áður .1
     
  • EBITDA nam 249,6 milljónum USD (26,2 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 71,9% af tekjum, en var 73,5% á sama tímabili í fyrra.
     
  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 114,8 milljónum USD (12,1 ma.kr.), en var 88,8 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 29,4% milli tímabila.
     
  • Hagnaður tímabilsins var 78,5 milljónir USD (8,2 ma.kr.) en var 47,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður.
     
  • Handbært fé frá rekstri nam 200,4 milljónum USD (21,0 ma.kr.) sem er 16,2% hækkun frá sama tímabili árið áður.

 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Fyrstu níu mánuðir ársins voru hagfelldir í rekstri fyrirtækisins. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um 29% frá sama tímabili ársins áður. Tekjur jukust, m.a. vegna þess að álverð hækkaði umtalsvert eftir að hafa verið mjög lágt á síðasta ári. Orkusala jókst um 435 Gwst á fyrstu níu mánuðunum og er áfram mikil eftirspurn eftir raforku frá Landsvirkjun.

Sterkt sjóðstreymi stendur að fullu undir umfangsmiklum fjárfestingum á tímabilinu, en þó hefur hægt tímabundið á lækkun skulda á meðan á framkvæmdum við Þeistareyki og Búrfell II stendur. Þeistareykjastöð var gangsett 17. nóvember og senn líður að því að rekstur hennar fari að skila Landsvirkjun tekjum.“

   

 

 


Arshlutareikningur jan-september 2017.pdf
Frettatilkynning.pdf