Icelandic
Birt: 2017-11-07 17:01:09 CET
Reykjanesbær
Reikningsskil

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018 til og með 2022

 

Reykjanesbæ, 07.11.2017.

 

Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2018 til og með 2022, er lögð fram í dag þriðjudaginn 7. nóvember 2017.

Reykjanesbær leggur fram fjárhagsáætlun til 5 ára, 2018 til og með 2022.

Í fjárhagsáætluninni kemur fram í samstæðu (A+B hluti) að framlegð rekstrar verður 4.385 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í samstæðu er 3.052 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðu eftir fjármagnsliði er 717,3 m.kr.

Í fjárhagsáætluninni kemur fram að framlegð rekstrar í bæjarsjóði (A-hluta) verður 1.416 m.kr. Rekstrarniðurstaða eftir afskriftir í bæjarsjóði er 1.021 m.kr. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs eftir fjármagnsliði er 125 m.kr.

Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 m.kr. Einnig er gert ráð fyrir að á árinu 2018 verði farið í stækkun eins leikskólans á Ásbrú og á árinu 2018 hefjist bygging fyrsta áfanga nýs skóla, Stapaskóla.

Gert er ráð fyrir 3% íbúafjölgun fyrir árin 2018 og 2019, en lækkar eftir það í 2,5% íbúafjölgun. Útsvar lækkar og verður 14,52% á árinu 2018. Fasteignaskattur lækkar úr 0,5% í 0,48% af fasteignamati á árinu 2018.

Helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Rekstrarniðurstaða samstæðu (A+B hluti) árið 2018 er jákvæð um 717,3 m.kr.
  • Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs (A hluti) árið 2018 er jákvæð um 125 m.kr.
  • Eignir samstæðu árið 2018 er 55,3 milljarða.kr.
  • Eignir bæjarsjóðs árið 2018 er um 31,8 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar samstæðu árið 2018 er 45,1 milljarða.kr.
  • Skuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs árið 2018 er 26,7 milljarða.kr.
  • Veltufé frá rekstri samstæðu árið 2018 er 3.909 m.kr.
  • Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs árið 2018 er 1.403 m.kr.
  • Framlegð samstæðu árið 2018 er 21,2%
  • Framlegð bæjarsjóðs árið 2018 er 10,3%

Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson (kjartan.m.kjartansson@reykjanesbaer.is)


Fjarhagsatlun RNB 2018 til 2022 fyrri umra_06 11 2017.pdf
Frettatilkynning Kaupholl_07 11 2017.pdf