Published: 2017-11-07 14:35:17 CET
Hagar hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Reglubundin tilkynning um kaup Haga á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok endurkaupaáætlunar

Í 45. viku 2017 keyptu Hagar hf. 1.525.668 eigin hluti fyrir kr. 56.300.846 eins og hér segir:

 

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð Eigin hlutir Haga eftir viðskipti
6.11.2017 10:49 500.000 36,70 18.350.000 43.142.681
6.11.2017 10:49 449.594 36,70 16.500.100 43.592.275
7.11.2017 10:30 495.970 37,25 18.474.883 44.088.245
7.11.2017 10:53 63.312 37,15 2.352.041 44.151.557
7.11.2017 12:18 16.792 37,15 623.823 44.168.349
Samtals   1.525.668   56.300.846  

 

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 14. ágúst 2017, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 11. ágúst 2017.

Endurkaupaáætluninni er nú lokið en Hagar hafa keypt samtals 25.000.000 hluti í félaginu sem samsvarar 100% af þeim eigin hlutum sem að hámarki mátti kaupa samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 891.554.791 sem samsvarar 89,2% af þeirri fjárhæð sem að hámarki mátti kaupa fyrir. Hagar eiga nú samtals 44.168.349 eigin hluti, eða 3,77% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.171.502.190.

Endurkaupaáætlunin var í gildi til 6. júní 2018 eða fram að aðalfundi félagsins 2018. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf voru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.