English Icelandic
Birt: 2017-11-06 17:03:06 CET
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur október 2017

Í október flutti Icelandair 321 þúsund farþega og var það nánast sami fjöldi og í október á síðasta ári. Fjöldi framboðinna sætiskílómetra var óbreyttur á milli ára. Sætanýting jókst frá fyrra ári og var 83,4% samanborið við 82,2%. Farþegar Air Iceland Connect voru 31 þúsund í október og fjölgaði um 10% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 22% sem skýrist af flugi frá Keflavík til Belfast og Akureyrar sem ekki var boðið uppá á síðasta ári. Sætanýting nam 63,3% samanborið við 67,5% á síðasta ári. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 20% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 11% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins jókst á milli ára um 2,0 prósentustig og var 86,3%.

 

ICELANDAIR OKT 17 OKT 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 320.684 319.673 0% 3.568.071 3.224.577 11%
Sætanýting 83,4% 82,2% 1,2 %-stig 83,5% 82,8% 0,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.191,3 1.193,5 0% 13.299,1 11.894,2 12%
             
AIR ICELAND CONNECT OKT 17 OKT 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 30.925 28.030 10% 300.800 283.005 6%
Sætanýting 63,3% 67,5% -4,2 %-stig 67,4% 69,4% -2,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 18,5 15,2 22% 183,9 165,7 11%
             
LEIGUFLUG OKT 17 OKT 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 %-stig 97,6% 94,1% 3,5 %-stig
Seldir blokktímar 2.220 1.854 20% 22.123 19.889 11%
             
FRAKTFLUTNINGAR OKT 17 OKT 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 10.534 9.494 11% 96.845 88.323 10%
             
HÓTEL OKT 17 OKT 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 27.776 27.776 0% 316.602 297.497 6%
Seldar gistinætur 23.960 23.406 2% 262.034 247.695 6%
Herbergjanýting 86,3% 84,3% 2,0 %-stig 82,8% 83,3% -0,5 %-stig

   

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - October 2017.pdf