Icelandic
Birt: 2017-11-02 16:35:27 CET
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Reikningsskil

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Árshlutauppgjör

Hagnaður 1.330 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins

Tap 472 m.kr. á þriðja ársfjórðungi

  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta 499 m.kr.
  • Tap af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 946 m.kr.
  • Ávöxtun eignasafns félagsins -2,4%

 

Hermann Björnsson, forstjóri:

„Vátryggingareksturinn heldur áfram að styrkjast frá fyrra ári hvort sem litið er til þriðja ársfjórðungs eða fyrstu níu mánaða ársins. Samsett hlutfall fjórðungsins nemur 94,6%. Neikvæð þróun verðbréfamarkaða á þriðja ársfjórðungi gerði það hins vegar að verkum að 472 m.kr. tap varð á rekstri. Undanfarin ár hefur það verið afkoma fjárfestinga sem hefur borið uppi jákvæða afkomu. Það er því ánægjulegt að vátryggingarekstur skili 884 m.kr. í afkomu fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins sem er tæplega tvöföldun frá sama tíma í fyrra og endar samsett hlutfall í 99,3% á tímabilinu.

Í upphafi árs voru birtar horfur fyrir árið 2017 um að samsett hlutfall verði á bilinu 97-99% og að afkoma fyrir skatta verði umfram 2.500 m.kr. Ekki er talin ástæða til að breyta umræddum horfum en þó vert að benda á þær miklu sveiflur fjárfestingartekna sem orðið hafa á árinu.“ segir Hermann.

 

Helstu niðurstöður og lykiltölur

  3F 3F   9M 9M  
  2017 2016 % 2017 2016 %
Vátryggingastarfsemi            
Iðgjöld tímabilsins 4.294 4.073 5,4% 12.172 11.348 5,4%
Hluti endurtryggjenda í iðgjaldatekjum -236 -312 -24,2% -630 -701 -24,2%
Eigin iðgjöld 4.058 3.761 7,9% 11.542 10.647 7,9%
             
Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri 266 191 38,8% 802 595 38,8%
             
Aðrar tekjur 8 91 -91,1% 28 106 -91,1%
             
Heildartekjur af vátryggingarekstri  4.332 4.044 7,1% 12.372 11.348 7,1%
             
Tjón tímabilsins -3.028 -2.836 6,8% -8.984 -8.252 6,8%
Hluti endurtryggjenda í tjónum tímabilsins 15 -7 -321,4% 179 -10 -321,4%
Eigin tjón -3.013 -2.843 6,0% -8.805 -8.262 6,0%
             
Rekstrarkostnaður af vátryggingarekstri -819 -808 1,4% -2.683 -2.614 1,4%
             
Heildargjöld af vátryggingarekstri -3.832 -3.651 5,0% -11.488 -10.876 5,0%
             
Hagnaður/tap af vátryggingarekstri 499 394 26,8% 884 471 26,8%
             
Fjárfestingarstarfsemi            
Fjárfestingartekjur af fjárfestingarstarfsemi -885 598 -248,0% 813 1.481 -248,0%
Rekstrarkostnaður af fjárfestingarstarfsemi -62 -60 3,2% -196 -166 3,2%
             
Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi  -946 538 -275,9% 617 1.315 -275,9%
             
Hagnaður fyrir tekjuskatt -447 932 -148,0% 1.501 1.787 -148,0%
             
Tekjuskattur -25 -74 -66,0% -171 -219 -66,0%
             
Heildarhagnaður tímabilsins -472 858 -155,0% 1.330 1.568 -155,0%

 

  3F 3F   9M 9M
  2017 2016   2017 2016
Tjónahlutfall 70,5% 69,6%   73,8% 72,7%
Endurtryggingahlutfall 5,0% 5,6%   3,5% 5,3%
Kostnaðarhlutfall 19,1% 19,8%   22,0% 23,0%
Samsett hlutfall 94,6% 95,0%   99,3% 101,1%
           
Ávöxtun eigin fjár -12,7% 20,7%   11,0% 12,6%
Hagnaður á hlut -0,34 0,56   0,95 1,02
           
Eigið fé 14.899 16.900   14.899 16.900
Gjaldþolshlutfall SII 1,48 1,95   1,48 1,95


Kynningarfundur 2. nóvember kl. 16:15

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi 2017, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 16:15 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.

 


Sjova Arshlutareikningur - 30.9.2017.pdf
Sjova Frettatilkynning - 9M 2017.pdf