Icelandic
Birt: 2017-10-30 16:46:12 CET
Skel fjárfestingafélag hf.
Árshlutareikningur (Q1 og Q3)

Skeljungur: Árshlutauppgjör - þriðji ársfjórðungur 2017

Hagnaður nam 444 milljónum króna og hélst óbreyttur milli ára.


Helstu niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2017

  • Hagnaður á hlut var 0,21 og er óbreyttur frá sama tímabili í fyrra.
  • Framlegð nam 1.965 m.kr. og lækkaði um 2,6% frá þriðja ársfjórðungi 2016.
  • Rekstrarkostnaður lækkaði um 21 m.kr. milli ára eða um 1,8%.
  • EBITDA hagnaður nam 854 m.kr. sem er um 2,4% lækkun frá sama tímabili í fyrra.
  • EBITDA framlegð var 43,4% og helst óbreytt milli ára. 
  • Hagnaður eftir skatta nam 444 m.kr. samanborið við 445 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Eigið fé í lok tímabilsins nam 8.281 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 37,1%.
  • Bókfærð einskiptisgjöld vegna hagræðingar eru um 88 m.kr. á þriðja ársfjórðungi.


Helstu niðurstöður fyrstu 9 mánaða ársins 2017

  • Hagnaður á hlut var 0,56 en var 0,48 á sama tímabili í fyrra.
  • EBITDA hagnaður nam 2.357 m.kr. sem er 2,4% aukning frá sama tímabili í fyrra.
  • EBITDA framlegð var 42,3% miðað við 40,4% í fyrra.
  • Rekstrarkostnaðarhlutfall lækkaði og var 59,4% samanborið við 61,5% á síðasta ári.
  • Hagnaður tímabilsins jókst um 6,1% milli ára og nam 1.172 m.kr.
  • Uppreiknuð arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var 20,8% samanborið við 20,7% yfir sama tímabil árið áður.
  • Meðalgengi dönsku krónunnar var 16,1 íslenskar krónur, sem er 13,0% lækkun frá sama tímabili árið áður.


Lykiltölur

Mkr.  Q3 2017 Q3 2016 Var% 9m 2017 9m 2016 Var%
Framlegð 1.965.053 2.017.048 -2,6% 5.569.986 5.701.398 -2,3%
EBITDA 853.645 874.782 -2,4% 2.357.042 2.301.751 2,4%
EBIT 662.367 692.290 -4,3% 1.786.811 1.769.814 1,0%
Hagnaður 444.193 444.941 -0,2% 1.172.059 1.104.367 6,1%
             
EBITDA framlegð 43,4% 43,4%   42,3% 40,4%  
EBIT framlegð 33,7% 34,3%   32,1% 31,0%  
Launakostn./framlegð 29,6% 28,1%   28,3% 28,7%  
Sölu og dreif.kostn./framlegð 22,8% 20,7%   23,6% 24,1%  
Rekstrarkostnaður/framlegð 58,7% 58,3%   59,4% 61,5%  
Arðsemi eiginfjár       20,8% 20,7%  


Horfur fyrir árið 2017

Í afkomuspá félagsins er gert ráð fyrir stöðugu gengi gjaldmiðla og stöðugu olíuverði. Breytingar á gengi íslensku krónunnar munu áfram hafa áhrif á rekstrarniðurstöður félagsins, sér í lagi gagnvart dönsku krónunni, vegna erlends hluta starfseminnar.

Þann 26. október sl. tilkynnti félagið um breytt skipulag og hagræðingu í rekstri, þar sem fram kom að einskiptiskostnaður vegna aðgerðanna næmi um 110 milljónum króna og að áætluð kostnaðarlækkun næmi um 160 milljónum króna á ársgrundvelli. Á þriðja ársfjórðungi féll til kostnaður vegna þessa að fjárhæð um 88 milljónir króna, en það sem eftir stendur mun falla til á fjórða ársfjórðungi. Þá upplýsti félagið þann 27. október um fyrirhugaðar breytingar á 9 Skeljungsstöðvum yfir í Orkustöðvar. Áætlað er að fjárfesting vegna breytinganna verði um 100 milljónir króna og falli til á næstu 3-5 mánuðum. Orkan mun bjóða neytendum upp á lægra verð og gert er ráð fyrir að selja sambærilegan fjölda lítra á nýjum stöðvunum við mat á áhrifum á félagið. Áætlað er að heildaráhrif ofangreindra breytinga skili yfir 200 milljónum króna samtals á ársgrundvelli.

Áður birt áætlun gerði ráð fyrir að EBITDA ársins yrði á bilinu 2.550-2.750 og að fjárfestingar yrðu á bilinu 750-850 m.kr. Að teknu tilliti til ofangreinds, þá gerir félagið ekki breytingu á afkomuspám fyrir árið og áætlunum um fjárfestingar ársins.

 

Árshlutareikningur þriðja ársfjórðungs 2017

Árshlutareikningur Skeljungs hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2017 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 30. október 2017.

Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS).

Sé ósamræmi á milli íslenskrar og enskrar útgáfu reikningsins gildir sú íslenska.

 

Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs:

"Við erum sátt við niðurstöðu þriðja ársfjórðungs og rekstrarniðurstöðuna það sem af er ári. Það er afar ánægjulegt að greina frá því að félagið er að skila metafkomu í Færeyjum, þó svo hún sé ekki að skila sér jafnvel í krónum talið í ljósi styrkingar íslensku krónunnar. Hagnaður samstæðunnar er að aukast og við höldum sjó þrátt fyrir breytingar á markaðinum og töluverðan kostnaðarþrýsting heilt yfir, sem verður að teljast jákvætt.

Við stefnum að því að halda áfram á þessari braut og nýlega voru tilkynntar breytingar á skipuriti og starfsemi félagsins. Markmiðið með breytingunum er að einfalda reksturinn, samþætta starfsemi Skeljungs á Íslandi og í Færeyjum og gera æðstu stjórnendum betur kleift að vinna að framþróun samstæðunnar. Vörumerkjum félagsins var fækkað og verða eldsneytisstöðvar fyrirtækisins nú reknar undir vörumerkjum Orkunnar, þar sem áhersla verður fyrst og fremst á að bjóða viðskiptavinum ódýrt bensín á vel staðsettum stöðum víðsvegar um landið."

 

Kynningarfundur

Opinn kynningarfundur vegna þriðja árshlutauppgjörs félagsins verður haldinn á Nordica Hilton Reykjavík, fundarsal D, þriðjudaginn 31. október 2017. Fundurinn hefst kl. 08:30 en boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 08:15. Þar munu stjórnendur félagsins fara yfir uppgjör og horfur.

Allt efni fundarins verður gert aðgengilegt fjárfestum á heimasíðu Skeljungs, www.skeljungur.is/fjarfestar, sem og á fréttasíðu Nasdaq Iceland. 

 

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri, s: 840-3002, tölvupóstfang: fjarfestar@skeljungur.is.


Skeljungur Arshlutareikningur Q3.pdf
Skeljungur Consolidated Financial Statements Q3.pdf