Published: 2017-10-27 09:58:09 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Hætt við sameiningu Iceland Travel og Gray Line

Icelandair Group, eigandi Iceland Travel ehf., og eigendur Allrahanda GL ehf. hafa ákveðið að slíta samningaviðræðum um sameiningu félaganna. Eins og fram kom í tilkynningu Icelandair Group þann 9. ágúst  sl. var samruninn gerður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana. Þeim er nú lokið og hefur verið ákveðið að samruninn gangi ekki eftir.  

 

Nánari upplýsingar veita

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, sími: 896-1455
Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group, sími: 665-8801