English Icelandic
Birt: 2017-10-24 01:01:27 CEST
Icelandair Group hf.
Innherjaupplýsingar

EBITDA spá fyrir 2017 hækkuð í 165-175 milljónir USD

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi Icelandair Group fyrir þriðja ársfjórðung 2017 er EBITDA félagsins á fjórðungnum hærri en gert var ráð fyrir í afkomuspá ársins sem birt var 27. júlí sl. og hljóðaði upp á 150-160 milljónir USD. Jafnframt hafa afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst. Uppfærð EBITDA spá félagsins er 165-175 milljónir USD fyrir árið 2017.

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi er EBITDA þriðja ársfjórðungs 161,1 milljón USD. Helstu ástæður fyrir betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eru hærri farþegatekjur og hagstæð gengisþróun sem vegur þyngra en neikvæð þróun olíuverðs.  

Icelandair Group birtir uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2017, fimmtudaginn 26. október 2017. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn föstudaginn 27. október 2017 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Kynningin hefst kl. 08:30 og verður í sal 4-5.

 

Frekari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
+ 354 896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
+354 665 8801