Icelandic
Birt: 2017-09-28 11:03:40 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf. – Útboð á skuldabréfum 2. október 2017

Reginn hf. efnir til útboðs á skuldabréfum mánudaginn 2. október 2017. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum REGINN290547 fyrir allt að 1.440 milljónir króna að nafnvirði.

Skuldabréfaflokkurinn er gefinn út undir útgáfuramma félagsins og er hann verðtryggður, til 30 ára, með jöfnum afborgunum og föstum 3,50% ársvöxtum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi.

Skuldabréfin verða seld á fastri ávöxtunarkröfu, 3,50%. Greiðslu- og uppgjörsdagur er þriðjudaginn 10. október 2017.

Reginn áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum til Markaðsviðskipta Landsbankans fyrir klukkan 16:00 mánudaginn 2. október 2017 á netfangið reginn.utbod@landsbankinn.is

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar sbr. d-lið, 1 tl. 1. mgr. 50. greinar laga nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsingu hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim má nálgast á vefsíðu útgefanda www.reginn.is/fjarfestavefur/skuldabrefautbod

 

Nánari upplýsingar veita:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri Regins – helgi@reginn.is – s: 512 8900 / 899 6262

Jóhann Sigurjónsson – Fjármálastjóri Regins – johann@reginn.is – s: 528 8005 / 859 9800

Gunnar S. Tryggvason s: 410 6709 / 821 2090 og í gegnum netfang Markaðsviðskipta Landsbankans vegna útboðsins: reginn.utbod@landsbankinn.is