English Icelandic
Birt: 2017-09-06 20:02:31 CEST
Arion banki hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Arion banki: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa

Arion banki hf. lauk í dag útboði á þremur markflokkum sértryggðra skuldabréfa.

Heildareftirspurn í útboðinu var 1.440 m. kr. og fjöldi tilboða var 13.

Í verðtryggða flokkinn ARION CBI 25 bárust 6 tilboð að nafnvirði samtals 1.080 m.kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,57% - 2,65%. Samþykkt voru tilboð í ARION CBI 25 að fjárhæð 440 m.kr. á 2,60% ávöxtunarkröfu. Heildarstærð flokksins verður 12.640 m.kr. eftir útgáfuna.  

Í óverðtryggða flokkinn ARION CB 22 bárust 4 tilboð að nafnvirði samtals 160 m. kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 5,50%–5,53%.  Öllum tilboðum í ARION CB 22 var hafnað að þessu sinni.

Í óverðtryggða flokkinn ARION CB 19 bárust 3 tilboð að nafnvirði samtals 200 m. kr., á ávöxtunarkröfu á bilinu 5,23% - 5,28%. Öllum tilboðum í ARION CB 19 var hafnað að þessu sinni.

Um er að ræða stækkun á þegar útgefnum skuldabréfaflokkum sem hafa verið til viðskipta á Nasdaq Ísland. Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Ísland þann 13 september 2017.

Samkvæmt útgáfuáætlun Arion banka er stefnt á að næsta útboð sértryggðra skuldabréfa fari fram þann 4. október næstkomandi.

Í heild hefur Arion banki gefið út sértryggð skuldabréf fyrir 81.060 m. kr.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka haraldur.eidsson@arionbanki.is s: 856-7108.