Published: 2017-09-06 17:47:32 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur ágúst 2017

Í ágúst flutti Icelandair um 529 þúsund farþega og voru þeir 10% fleiri en í ágúst á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 12% og sætanýting var 87,9% samanborið við 87,6% á sama tíma í fyrra.  Farþegar Air Iceland Connect voru 39 þúsund í ágúst og fjölgaði um 4% á milli ára.  Framboð félagsins var aukið um 3% samanborið við ágúst 2016. Sætanýting var 72,3% og jókst um 2,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 22% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 35% frá því á síðasta ári, sem skýrist af aukningu í innflutningi til Íslands og flutningum um Ísland á milli Evrópu og N-Ameríku. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins dróst saman um 5% samanborið við ágúst í fyrra og herbergjanýting var 88,6% samanborið við 90,3% á síðasta ári. Eftirspurn bókana með styttri fyrirvara var minni en áætlað var ásamt því að meira var um afbókanir hópa en á sama tíma og í fyrra.

 

ICELANDAIR ÁGÚ 17 ÁGÚ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 528.699 482.569 10% 2.823.632 2.516.522 12%
Sætanýting 87,9% 87,6% 0,3 %-stig 83,8% 83,1% 0,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.895,7 1.697,6 12% 10.456,6 9.205,6 14%
             
AIR ICELAND CONNECT ÁGÚ 17 ÁGÚ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 38.955 37.405 4% 236.033 222.640 6%
Sætanýting 72,3% 69,9% 2,4 %-stig 67,5% 69,6% -2,1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 27,2 26,6 3% 144,7 131,5 10%
             
LEIGUFLUG ÁGÚ 17 ÁGÚ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 100,0% 0,0 ppt 97,1% 95,9% 1,2 ppt
Seldir blokktímar 2.442 2.003 22% 17.594 15.893 11%
             
FRAKTFLUTNINGAR ÁGÚ 17 ÁGÚ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 11.004 8.172 35% 76.008 68.864 10%
             
HÓTEL ÁGÚ 17 ÁGÚ 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 38.786 40.012 -3% 260.866 241.941 8%
Seldar gistinætur 34.368 36.147 -5% 212.671 199.281 7%
Herbergjanýting 88,6% 90,3% -1,7 %-stig 81,5% 82,4% -0,9 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - August 2017.pptx.pdf